Fjárfesting í nýsköpun skilar sér strax í ríkissjóð Davíð Lúðvíksson og Haukur Alfreðsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins, verðmætasköpun og útflutning til að koma Íslandi aftur í fremstu röð landa varðandi efnahag, velferð og lífsgæði. Skapa þarf samkeppnishæft starfsumhverfi og gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Fjármagn til nýsköpunar og fjárfestinga, mannauður og menntun, haftalaus tengsl við helstu markaðssvæði og gjaldgengur gjaldmiðill eru mikilvægustu forsendurnar. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf hefur skilað því á undanförnum árum að nú koma um 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar frá fyrirtækjum í tækni- og hugverkagreinum. Árangurinn kemur einnig fram í aukinni verðmætasköpun og framleiðni í öðrum útflutningsgreinum, t.d. fiskiðnaði, ferðaþjónustu og orkutengdum iðnaði.Auknar tekjur strax Framlög ríkisins í gegnum samkeppnissjóði til nýsköpunar á borð við Tækniþróunarsjóð og AVS auk skattalegra hvata til þróunar- og markaðsstarfs skila í flestum tilfellum jákvæðu greiðsluflæði í ríkissjóð. Fyrirtækin greiða meiri hluta verkefnakostnaðarins sjálf, þ.m.t. skatta og gjöld af launum og aðföngum frá fyrsta mánuði. Ef skoðaðar eru lykiltölur úr rekstri, stuðningur og uppsöfnuð greiðsluáhrif á ríkissjóð tímbilið 2006-2013 vegna nýsköpunarfyrirtækis sem stofnað var 2006, kemur í ljós að stuðningur Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslur R&Þ-kostnaðar skv. lögum nr. 152/2009 eru 175,6 milljónir króna á tímabilinu. Tekjur ríkissjóðs af fyrirtækinu eru 392,3 milljónir eða 216,7 milljónir umfram stuðning. Ef horft er á greiðsluflæðið er arðsemi ríkissjóðs mikil því mismunur á skattgreiðslum og stuðningi við fyrirtækið er mest neikvæður um -6,2 m.kr. á árinu 2008 en snýst svo við árið eftir og verður uppsafnaður +217 m.kr. í árslok 2013. Þetta jafngildir 35 faldri (3.500%) endurgreiðslu og 167% innri vöxtum fyrir ríkissjóð. Ólíklegt er að uppbygging fyrirtækisins hefði orðið jafn farsæl án stuðnings. Þetta er ekkert einsdæmi því þau fyrirtæki sem hlotið hafa viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt gefa öll svipaða mynd. Ef skoðað er úrtak þrettán fyrirtækja sem fengu styrki úr Tækniþróunarsjóði árið 2005 þá jókst heildarvelta þeirra úr 20 milljörðum 2005 í 118 milljarða á árinu 2012. Starfsmannafjöldinn fór úr nær 500 í um 1.000. Fyrirtækin greiddu framlög ríkisins 20-40 falt til baka á tímabilinu. Arðurinn af fjárfestingu ríkissjóðs mælist í tugum milljarða og vandfundin betri dæmi fyrir þjóðarbúskapinn. Það má því spyrja hvort þjóðin hafi efni á að afþakka slíka arðsemi og tekjustreymi fyrir ríkissjóð?Mótsögn Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar kemur m.a. fram að „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á nýsköpun í öllum atvinnugreinum“. Nú liggur fyrir fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar fyrir árið 2014. Frumvarpið einkennist af hörðum niðurskurði á flestum sviðum. Framlag í Tækniþróunarsjóð á að lækka um 282,5 m.kr. Í greinargerð er lýst áformum um áframhaldandi lækkun, 100 m.kr. árið 2015 og 185 m.kr. árið 2016. Einnig er boðuð lækkun á endurgreiðsluhlutfalli vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna úr 20% í 15%. Það er því ekki að sjá að frumvarpshöfundar þekki arðsemi dæmanna hér að framan. Boðaðar breytingar í fjárlagafrumvarpinu 2014 eru í hróplegri mótsögn við þessa stefnu og með fjáraukalögum 2013 á enn að skera Tækniþróunarsjóð afturvirkt um 150 milljónir króna.Virkt samstarf Þjóð sem rambar á barmi gjaldþrots þarf að forgangsraða í þágu verðmætasköpunar og útflutningsgreina sem geta vaxið og greitt góð laun. Við þurfum einfaldlega að snúa vörn í sókn í harðri samkeppni við nágrannaþjóðir um fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Með virkara samstarfi þvert á ráðuneyti með þátttöku fulltrúa fyrirtækja m.a. á Hátækni- og sprotavettvangi er hægt að straumlínulaga starfsumhverfið og hraða umbótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins, verðmætasköpun og útflutning til að koma Íslandi aftur í fremstu röð landa varðandi efnahag, velferð og lífsgæði. Skapa þarf samkeppnishæft starfsumhverfi og gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Fjármagn til nýsköpunar og fjárfestinga, mannauður og menntun, haftalaus tengsl við helstu markaðssvæði og gjaldgengur gjaldmiðill eru mikilvægustu forsendurnar. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf hefur skilað því á undanförnum árum að nú koma um 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar frá fyrirtækjum í tækni- og hugverkagreinum. Árangurinn kemur einnig fram í aukinni verðmætasköpun og framleiðni í öðrum útflutningsgreinum, t.d. fiskiðnaði, ferðaþjónustu og orkutengdum iðnaði.Auknar tekjur strax Framlög ríkisins í gegnum samkeppnissjóði til nýsköpunar á borð við Tækniþróunarsjóð og AVS auk skattalegra hvata til þróunar- og markaðsstarfs skila í flestum tilfellum jákvæðu greiðsluflæði í ríkissjóð. Fyrirtækin greiða meiri hluta verkefnakostnaðarins sjálf, þ.m.t. skatta og gjöld af launum og aðföngum frá fyrsta mánuði. Ef skoðaðar eru lykiltölur úr rekstri, stuðningur og uppsöfnuð greiðsluáhrif á ríkissjóð tímbilið 2006-2013 vegna nýsköpunarfyrirtækis sem stofnað var 2006, kemur í ljós að stuðningur Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslur R&Þ-kostnaðar skv. lögum nr. 152/2009 eru 175,6 milljónir króna á tímabilinu. Tekjur ríkissjóðs af fyrirtækinu eru 392,3 milljónir eða 216,7 milljónir umfram stuðning. Ef horft er á greiðsluflæðið er arðsemi ríkissjóðs mikil því mismunur á skattgreiðslum og stuðningi við fyrirtækið er mest neikvæður um -6,2 m.kr. á árinu 2008 en snýst svo við árið eftir og verður uppsafnaður +217 m.kr. í árslok 2013. Þetta jafngildir 35 faldri (3.500%) endurgreiðslu og 167% innri vöxtum fyrir ríkissjóð. Ólíklegt er að uppbygging fyrirtækisins hefði orðið jafn farsæl án stuðnings. Þetta er ekkert einsdæmi því þau fyrirtæki sem hlotið hafa viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt gefa öll svipaða mynd. Ef skoðað er úrtak þrettán fyrirtækja sem fengu styrki úr Tækniþróunarsjóði árið 2005 þá jókst heildarvelta þeirra úr 20 milljörðum 2005 í 118 milljarða á árinu 2012. Starfsmannafjöldinn fór úr nær 500 í um 1.000. Fyrirtækin greiddu framlög ríkisins 20-40 falt til baka á tímabilinu. Arðurinn af fjárfestingu ríkissjóðs mælist í tugum milljarða og vandfundin betri dæmi fyrir þjóðarbúskapinn. Það má því spyrja hvort þjóðin hafi efni á að afþakka slíka arðsemi og tekjustreymi fyrir ríkissjóð?Mótsögn Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar kemur m.a. fram að „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á nýsköpun í öllum atvinnugreinum“. Nú liggur fyrir fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar fyrir árið 2014. Frumvarpið einkennist af hörðum niðurskurði á flestum sviðum. Framlag í Tækniþróunarsjóð á að lækka um 282,5 m.kr. Í greinargerð er lýst áformum um áframhaldandi lækkun, 100 m.kr. árið 2015 og 185 m.kr. árið 2016. Einnig er boðuð lækkun á endurgreiðsluhlutfalli vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna úr 20% í 15%. Það er því ekki að sjá að frumvarpshöfundar þekki arðsemi dæmanna hér að framan. Boðaðar breytingar í fjárlagafrumvarpinu 2014 eru í hróplegri mótsögn við þessa stefnu og með fjáraukalögum 2013 á enn að skera Tækniþróunarsjóð afturvirkt um 150 milljónir króna.Virkt samstarf Þjóð sem rambar á barmi gjaldþrots þarf að forgangsraða í þágu verðmætasköpunar og útflutningsgreina sem geta vaxið og greitt góð laun. Við þurfum einfaldlega að snúa vörn í sókn í harðri samkeppni við nágrannaþjóðir um fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Með virkara samstarfi þvert á ráðuneyti með þátttöku fulltrúa fyrirtækja m.a. á Hátækni- og sprotavettvangi er hægt að straumlínulaga starfsumhverfið og hraða umbótum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar