Fjárfesting í nýsköpun skilar sér strax í ríkissjóð Davíð Lúðvíksson og Haukur Alfreðsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins, verðmætasköpun og útflutning til að koma Íslandi aftur í fremstu röð landa varðandi efnahag, velferð og lífsgæði. Skapa þarf samkeppnishæft starfsumhverfi og gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Fjármagn til nýsköpunar og fjárfestinga, mannauður og menntun, haftalaus tengsl við helstu markaðssvæði og gjaldgengur gjaldmiðill eru mikilvægustu forsendurnar. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf hefur skilað því á undanförnum árum að nú koma um 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar frá fyrirtækjum í tækni- og hugverkagreinum. Árangurinn kemur einnig fram í aukinni verðmætasköpun og framleiðni í öðrum útflutningsgreinum, t.d. fiskiðnaði, ferðaþjónustu og orkutengdum iðnaði.Auknar tekjur strax Framlög ríkisins í gegnum samkeppnissjóði til nýsköpunar á borð við Tækniþróunarsjóð og AVS auk skattalegra hvata til þróunar- og markaðsstarfs skila í flestum tilfellum jákvæðu greiðsluflæði í ríkissjóð. Fyrirtækin greiða meiri hluta verkefnakostnaðarins sjálf, þ.m.t. skatta og gjöld af launum og aðföngum frá fyrsta mánuði. Ef skoðaðar eru lykiltölur úr rekstri, stuðningur og uppsöfnuð greiðsluáhrif á ríkissjóð tímbilið 2006-2013 vegna nýsköpunarfyrirtækis sem stofnað var 2006, kemur í ljós að stuðningur Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslur R&Þ-kostnaðar skv. lögum nr. 152/2009 eru 175,6 milljónir króna á tímabilinu. Tekjur ríkissjóðs af fyrirtækinu eru 392,3 milljónir eða 216,7 milljónir umfram stuðning. Ef horft er á greiðsluflæðið er arðsemi ríkissjóðs mikil því mismunur á skattgreiðslum og stuðningi við fyrirtækið er mest neikvæður um -6,2 m.kr. á árinu 2008 en snýst svo við árið eftir og verður uppsafnaður +217 m.kr. í árslok 2013. Þetta jafngildir 35 faldri (3.500%) endurgreiðslu og 167% innri vöxtum fyrir ríkissjóð. Ólíklegt er að uppbygging fyrirtækisins hefði orðið jafn farsæl án stuðnings. Þetta er ekkert einsdæmi því þau fyrirtæki sem hlotið hafa viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt gefa öll svipaða mynd. Ef skoðað er úrtak þrettán fyrirtækja sem fengu styrki úr Tækniþróunarsjóði árið 2005 þá jókst heildarvelta þeirra úr 20 milljörðum 2005 í 118 milljarða á árinu 2012. Starfsmannafjöldinn fór úr nær 500 í um 1.000. Fyrirtækin greiddu framlög ríkisins 20-40 falt til baka á tímabilinu. Arðurinn af fjárfestingu ríkissjóðs mælist í tugum milljarða og vandfundin betri dæmi fyrir þjóðarbúskapinn. Það má því spyrja hvort þjóðin hafi efni á að afþakka slíka arðsemi og tekjustreymi fyrir ríkissjóð?Mótsögn Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar kemur m.a. fram að „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á nýsköpun í öllum atvinnugreinum“. Nú liggur fyrir fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar fyrir árið 2014. Frumvarpið einkennist af hörðum niðurskurði á flestum sviðum. Framlag í Tækniþróunarsjóð á að lækka um 282,5 m.kr. Í greinargerð er lýst áformum um áframhaldandi lækkun, 100 m.kr. árið 2015 og 185 m.kr. árið 2016. Einnig er boðuð lækkun á endurgreiðsluhlutfalli vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna úr 20% í 15%. Það er því ekki að sjá að frumvarpshöfundar þekki arðsemi dæmanna hér að framan. Boðaðar breytingar í fjárlagafrumvarpinu 2014 eru í hróplegri mótsögn við þessa stefnu og með fjáraukalögum 2013 á enn að skera Tækniþróunarsjóð afturvirkt um 150 milljónir króna.Virkt samstarf Þjóð sem rambar á barmi gjaldþrots þarf að forgangsraða í þágu verðmætasköpunar og útflutningsgreina sem geta vaxið og greitt góð laun. Við þurfum einfaldlega að snúa vörn í sókn í harðri samkeppni við nágrannaþjóðir um fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Með virkara samstarfi þvert á ráðuneyti með þátttöku fulltrúa fyrirtækja m.a. á Hátækni- og sprotavettvangi er hægt að straumlínulaga starfsumhverfið og hraða umbótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins, verðmætasköpun og útflutning til að koma Íslandi aftur í fremstu röð landa varðandi efnahag, velferð og lífsgæði. Skapa þarf samkeppnishæft starfsumhverfi og gera Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Fjármagn til nýsköpunar og fjárfestinga, mannauður og menntun, haftalaus tengsl við helstu markaðssvæði og gjaldgengur gjaldmiðill eru mikilvægustu forsendurnar. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf hefur skilað því á undanförnum árum að nú koma um 20% gjaldeyristekna þjóðarinnar frá fyrirtækjum í tækni- og hugverkagreinum. Árangurinn kemur einnig fram í aukinni verðmætasköpun og framleiðni í öðrum útflutningsgreinum, t.d. fiskiðnaði, ferðaþjónustu og orkutengdum iðnaði.Auknar tekjur strax Framlög ríkisins í gegnum samkeppnissjóði til nýsköpunar á borð við Tækniþróunarsjóð og AVS auk skattalegra hvata til þróunar- og markaðsstarfs skila í flestum tilfellum jákvæðu greiðsluflæði í ríkissjóð. Fyrirtækin greiða meiri hluta verkefnakostnaðarins sjálf, þ.m.t. skatta og gjöld af launum og aðföngum frá fyrsta mánuði. Ef skoðaðar eru lykiltölur úr rekstri, stuðningur og uppsöfnuð greiðsluáhrif á ríkissjóð tímbilið 2006-2013 vegna nýsköpunarfyrirtækis sem stofnað var 2006, kemur í ljós að stuðningur Tækniþróunarsjóðs og endurgreiðslur R&Þ-kostnaðar skv. lögum nr. 152/2009 eru 175,6 milljónir króna á tímabilinu. Tekjur ríkissjóðs af fyrirtækinu eru 392,3 milljónir eða 216,7 milljónir umfram stuðning. Ef horft er á greiðsluflæðið er arðsemi ríkissjóðs mikil því mismunur á skattgreiðslum og stuðningi við fyrirtækið er mest neikvæður um -6,2 m.kr. á árinu 2008 en snýst svo við árið eftir og verður uppsafnaður +217 m.kr. í árslok 2013. Þetta jafngildir 35 faldri (3.500%) endurgreiðslu og 167% innri vöxtum fyrir ríkissjóð. Ólíklegt er að uppbygging fyrirtækisins hefði orðið jafn farsæl án stuðnings. Þetta er ekkert einsdæmi því þau fyrirtæki sem hlotið hafa viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt gefa öll svipaða mynd. Ef skoðað er úrtak þrettán fyrirtækja sem fengu styrki úr Tækniþróunarsjóði árið 2005 þá jókst heildarvelta þeirra úr 20 milljörðum 2005 í 118 milljarða á árinu 2012. Starfsmannafjöldinn fór úr nær 500 í um 1.000. Fyrirtækin greiddu framlög ríkisins 20-40 falt til baka á tímabilinu. Arðurinn af fjárfestingu ríkissjóðs mælist í tugum milljarða og vandfundin betri dæmi fyrir þjóðarbúskapinn. Það má því spyrja hvort þjóðin hafi efni á að afþakka slíka arðsemi og tekjustreymi fyrir ríkissjóð?Mótsögn Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar kemur m.a. fram að „Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á nýsköpun í öllum atvinnugreinum“. Nú liggur fyrir fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar fyrir árið 2014. Frumvarpið einkennist af hörðum niðurskurði á flestum sviðum. Framlag í Tækniþróunarsjóð á að lækka um 282,5 m.kr. Í greinargerð er lýst áformum um áframhaldandi lækkun, 100 m.kr. árið 2015 og 185 m.kr. árið 2016. Einnig er boðuð lækkun á endurgreiðsluhlutfalli vegna nýsköpunar- og þróunarverkefna úr 20% í 15%. Það er því ekki að sjá að frumvarpshöfundar þekki arðsemi dæmanna hér að framan. Boðaðar breytingar í fjárlagafrumvarpinu 2014 eru í hróplegri mótsögn við þessa stefnu og með fjáraukalögum 2013 á enn að skera Tækniþróunarsjóð afturvirkt um 150 milljónir króna.Virkt samstarf Þjóð sem rambar á barmi gjaldþrots þarf að forgangsraða í þágu verðmætasköpunar og útflutningsgreina sem geta vaxið og greitt góð laun. Við þurfum einfaldlega að snúa vörn í sókn í harðri samkeppni við nágrannaþjóðir um fólk og fyrirtæki í nýsköpun. Með virkara samstarfi þvert á ráðuneyti með þátttöku fulltrúa fyrirtækja m.a. á Hátækni- og sprotavettvangi er hægt að straumlínulaga starfsumhverfið og hraða umbótum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar