Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar 1. október 2025 11:03 Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tíma rofs. Og þá er ég ekki að vísa til þess einfalda tíma þegar íslensk rofabörð og gróðureyðing voru táknmyndir hverfulleika og varnarleysis. Rof samtímans birtist í öllum grunnstoðum samfélaga – í viðskiptalífinu, stjórnmálum, mannréttindum, tækni, trú, grunngildum einstaklinga. Stoðir sem við töldum áður að væru órjúfanlegur þáttur tilvistar okkar og framfara – eru ekki lengur jafn sjálfsagðar.. Þegar við missum fótfestu sem einstaklingar eða samfélög er mikilvægt staldra við og vinna af ásetningi til að fyrirbyggja áframhaldandi jarðvegseyðingu, festa aftur rætur og muna hvað bindur okkar saman sem mannverur. Þegar heimurinn kallar eftir mennsku gengur ekki að fela sig bakvið tækni og gervigreind og afgreiða málin með einum tölvupósti, yfirgangi eða tjáknmynd. Skammsýni, hroki, rangupplýsingar, ójafnrétti, skandalar og stríð hola bergið sem leggur grunninn að okkar samfélögum. Við þurfum ekki meira skvaldur, heldur skilning og áhrifamiklar lausnir sem byggja á mennsku, auðmýkt og stefnufestu. Á tímum mikilla umbreytinga og bakslags kallar heimurinn eftir réttsýni, kjarki og karakter. Heimurinn kallar eftir leiðtogum sem leiða á grunni tímalausra gilda, en ekki skammtíma viðhorfa og innantómra loforða. Heimurinn skorar á vinnustaði að setja stöðugar framfarir og sjálfbæran vöxt - í allra þágu - í forgang. Sá grunnur, þau lögmál árangurs, eru áttaviti á mínum vinnustað. Tilgangur okkar er styðja við vöxt einstaklinga og frammistöðu vinnustaða með því að leggja rækt við menningu árangurs og lykilfærni fólks. Hvernig væri að hvert og eitt okkar myndi leggja sig fram og vera fyrirmynd samkenndar og virðingar, og gera skilningsríka hlustun að okkar bestu leið, meira að segja þegar við erum ósammála. Hvernig virkjar þú augnablik fyrir innihaldsrík samtöl í stað þess að æsa til kappræðna? Hvernig væri að við myndum segja fleiri persónulegar sögur af því sem hefur gengið vel og hvernig við höfum leyst málin sem mannverur, en ekki fela okkur bakvið skoðanir, hreyfingar, hlutverk eða afrek annarra? Hvernig væri að við myndum leggja okkur fram við að rækta traust alls staðar og alltaf, til dæmis með því að vera opin um okkar sanna ásetning, og með því að biðjast afsökunar þegar þess þarf og vera samkvæm sjálfum okkur og láta verkin tala? Hvernig væri að við myndum tengjast þeim gildum sem í raun tengja okkur? Hvernig birtist virðing, umhyggja, framsýni, sanngirni, heilindi, frelsi, ábyrgð – og jafnvel ást í þínum daglegu verkum? Hvernig væri að við myndum tengjast hvort öðru upp á nýtt – heyra í vinum og fjölskyldu og nágrönnum og vinnufélögum og taka samtal um fyrir hvað þið eruð þakklát, rifja upp góðar minningar, fagna framförum – og tala um þann heim sem við viljum að barnabörn okkar lifi? Hvernig væri að við myndum öll finna kjarkinn til að leiða okkur sjálf, okkar fólk og okkar samfélag áfram á grunni kjarks og vonar og mála saman sameiginlega mynd af þeirri framtíð sem við óskum okkur? Árangur okkar hefst með okkur. Hvert auðnuspor sem við tökum á þeirri vegferð í dag – mótar landslag okkar framtíðar. Stundum væri gott að hverfa aftur til þess tíma þegar flutningur jarðefna, sverfing bergs og mótun nýs lands var aðal áhyggjuefni okkar. Við höfum fundið margar leiðir til að binda örfoka land og hemja uppblástur og gróðureyðingu. Leggjum rækt við ræktun lands og þjóðar með sjálfsrækt, mannrækt og með því að rækta leiðtoga á öllum stigum samfélagsins. Líkt og í jarðfræði leiðir rof til landmótunar og nýs landslags. Ákveðum að hafa það landslag góðan jarðveg fyrir alla til að dafna. Vinnustaðir og samfélög sem setja vöxt fólks í forgang uppskera árangur allra. Stöðugt. Hver er þín vegferð? Árangur hefst hér. Með þér. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun