Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar 30. september 2025 13:30 Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin í forgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Gagnrýninni væri þó betur beint að stjórnvöldum, í það minnsta hvað Íslandsspil varðar. Íslandsspil sf. eiga og reka söfnunarkassa samkvæmt lögum, en féð sem safnast fer til rekstrar Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem starfa í þágu almannaheilla og er að hluta ætlað að fjármagna sig með þessum hætti. Þetta fyrirkomulag er ákveðið af stjórnvöldum, ekki Íslandsspilum. Fleiri eru starfandi á sama markaði samkvæmt íslenskum lögum, t.d. Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS og DAS og Getspá/Getraunir. Þá eru ótalin erlendu stórfyrirtækin sem Kolbrún nefnir sem reka fjárhættuspil á markaðnum, eða önnur peningaspil þar sem starfsemi er ekki í samræmi við það umhverfi sem íslensku aðilunum er skapað í þágu almannaheilla. Peningaspil hafa oft á tíðum verið gagnrýnd á Íslandi meðal annars vegna hagsmuna einstaklinga með spilavanda. Ekki er hægt að neita því að umhverfið sem nú gildir getur falið í sér freistingar fyrir spilafíkla, líkt og með aðra fíknisjúkdóma sem lögleg viðskipti geta ýtt undir. Spurningin um hvernig sé best að haga spilaumhverfinu á Íslandi hangir því í loftinu hjá Kolbrúnu. Það hlýtur að vera vilji allra að skapa skaðaminnkandi umhverfi, bæta spilamenningu og ná utan um starfsemina með lögum, enda þekkt að bönn leysa ekki vandann heldur færa hann bara í afkima samfélagsins. Íslandsspil hefur um nokkurt skeið starfrækt innanhúsnefnd um ábyrg peningaspil og á grunni hennar markaði fyrirtækið sér þá stefnu að berjast fyrir breyttu og betra spilaumhverfi á Íslandi með skaðaminnkun að leiðarljósi. Þessi grein er fyrsta formlega opinbera innlegg Íslandsspila í þessa umræðu. Spilakort hjálpa fólki með spilavanda Sú leið sem hópurinn innan Íslandsspila telur að sé farsælust er að sú að innleiða eitt spilakort fyrir öll peningaspil á Íslandi undir hatti eins rekstraraðila. Með því móti er hægt að leysa öll stærstu og þekktustu vandamál peningaspila með ábyrgum hætti. Afar mikilvægt er að spilakortið nái yfir alla starfssemi peningaspila á Íslandi því aðeins þannig skapast betri spilamenning þar sem peningaspilin innan spilakortsins eru viðurkennd. Þau spil sem falla þar fyrir utan eins og erlend fjárhættuspil verða þá jaðarspil sem auðveldara er útiloka, með lagaeftirfylgni og samfélagslegum hagsmunum spilara sem geta styrkt góðan málsstað með hóflegum upphæðum. Með spilakorti gæfist einnig tækifæri til forvarna og fræðslu um ábyrga spilun. Þá gæfi spilakort einnig möguleika á inngripum og hjálp til handa einstaklinga með spilavanda, en í núverandi umhverfi er ekki hægt að ná til þeirra með forvirkum hætti né heldur er hægt að hemja spilamennsku með neinum hætti nema með því að brjóta persónuverndarlög. Það er von Íslandsspila nú þegar þrettándi dómsmálaráðherrann er með umhverfi peningaspila til skoðunar að núverandi lögum verði breytt, peningaspilamarkaðurinn verði sameinaður í einu spilakorti og samið verði um hlutdeild í markaðnum vegna þeirra tekna sem fari eingöngu til mikilvægra málefna í þágu almannaheilla. Á sama tíma verði unnið í forvörnum og fræðslu og haldið betur utan um fólk með spilavanda með því að gera fólki kleift að útiloka sig frá spilun, setja viðmið um hvenær gripið er inn í óhóflega spilamennsku og koma á kerfi þar sem viðkomandi er boðin aðstoð til að takast á við sinn vanda. Með því að ná utan um erlenda netspilun, lækka alltof háa vinninga spilavítisvéla Happdrættis Háskóla Íslands og koma í veg fyrir ásókn stærstu aðilanna í markaðinn, ætti að takast að auka tekjur til forvarna og almannaheilla á sama tíma og hlúð er að fólki sem glímir við spilavanda. Svipað fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannalöndunum. Það er því löngu tímabært að mörkuð verði opinber stefna fyrir málaflokkinn sem tekur á þeim hættum sem steðja að íslenskum spilurum vegna of hárrar vogunar og erlendrar ásóknar inn á markaðinn. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Örn Ingvarsson Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, skrifaði Skoðun á visir.is 25. september sl. undir yfirskriftinni Græðgin í forgrunni þar sem hún gagnrýndi tekjuöflun íþróttahreyfingarinnar, Háskóla Íslands, Rauða Krossins á Íslandi og Landsbjargar sem leiðandi aðila í rekstri fjárhættuspila á Íslandi. Gagnrýninni væri þó betur beint að stjórnvöldum, í það minnsta hvað Íslandsspil varðar. Íslandsspil sf. eiga og reka söfnunarkassa samkvæmt lögum, en féð sem safnast fer til rekstrar Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem starfa í þágu almannaheilla og er að hluta ætlað að fjármagna sig með þessum hætti. Þetta fyrirkomulag er ákveðið af stjórnvöldum, ekki Íslandsspilum. Fleiri eru starfandi á sama markaði samkvæmt íslenskum lögum, t.d. Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS og DAS og Getspá/Getraunir. Þá eru ótalin erlendu stórfyrirtækin sem Kolbrún nefnir sem reka fjárhættuspil á markaðnum, eða önnur peningaspil þar sem starfsemi er ekki í samræmi við það umhverfi sem íslensku aðilunum er skapað í þágu almannaheilla. Peningaspil hafa oft á tíðum verið gagnrýnd á Íslandi meðal annars vegna hagsmuna einstaklinga með spilavanda. Ekki er hægt að neita því að umhverfið sem nú gildir getur falið í sér freistingar fyrir spilafíkla, líkt og með aðra fíknisjúkdóma sem lögleg viðskipti geta ýtt undir. Spurningin um hvernig sé best að haga spilaumhverfinu á Íslandi hangir því í loftinu hjá Kolbrúnu. Það hlýtur að vera vilji allra að skapa skaðaminnkandi umhverfi, bæta spilamenningu og ná utan um starfsemina með lögum, enda þekkt að bönn leysa ekki vandann heldur færa hann bara í afkima samfélagsins. Íslandsspil hefur um nokkurt skeið starfrækt innanhúsnefnd um ábyrg peningaspil og á grunni hennar markaði fyrirtækið sér þá stefnu að berjast fyrir breyttu og betra spilaumhverfi á Íslandi með skaðaminnkun að leiðarljósi. Þessi grein er fyrsta formlega opinbera innlegg Íslandsspila í þessa umræðu. Spilakort hjálpa fólki með spilavanda Sú leið sem hópurinn innan Íslandsspila telur að sé farsælust er að sú að innleiða eitt spilakort fyrir öll peningaspil á Íslandi undir hatti eins rekstraraðila. Með því móti er hægt að leysa öll stærstu og þekktustu vandamál peningaspila með ábyrgum hætti. Afar mikilvægt er að spilakortið nái yfir alla starfssemi peningaspila á Íslandi því aðeins þannig skapast betri spilamenning þar sem peningaspilin innan spilakortsins eru viðurkennd. Þau spil sem falla þar fyrir utan eins og erlend fjárhættuspil verða þá jaðarspil sem auðveldara er útiloka, með lagaeftirfylgni og samfélagslegum hagsmunum spilara sem geta styrkt góðan málsstað með hóflegum upphæðum. Með spilakorti gæfist einnig tækifæri til forvarna og fræðslu um ábyrga spilun. Þá gæfi spilakort einnig möguleika á inngripum og hjálp til handa einstaklinga með spilavanda, en í núverandi umhverfi er ekki hægt að ná til þeirra með forvirkum hætti né heldur er hægt að hemja spilamennsku með neinum hætti nema með því að brjóta persónuverndarlög. Það er von Íslandsspila nú þegar þrettándi dómsmálaráðherrann er með umhverfi peningaspila til skoðunar að núverandi lögum verði breytt, peningaspilamarkaðurinn verði sameinaður í einu spilakorti og samið verði um hlutdeild í markaðnum vegna þeirra tekna sem fari eingöngu til mikilvægra málefna í þágu almannaheilla. Á sama tíma verði unnið í forvörnum og fræðslu og haldið betur utan um fólk með spilavanda með því að gera fólki kleift að útiloka sig frá spilun, setja viðmið um hvenær gripið er inn í óhóflega spilamennsku og koma á kerfi þar sem viðkomandi er boðin aðstoð til að takast á við sinn vanda. Með því að ná utan um erlenda netspilun, lækka alltof háa vinninga spilavítisvéla Happdrættis Háskóla Íslands og koma í veg fyrir ásókn stærstu aðilanna í markaðinn, ætti að takast að auka tekjur til forvarna og almannaheilla á sama tíma og hlúð er að fólki sem glímir við spilavanda. Svipað fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannalöndunum. Það er því löngu tímabært að mörkuð verði opinber stefna fyrir málaflokkinn sem tekur á þeim hættum sem steðja að íslenskum spilurum vegna of hárrar vogunar og erlendrar ásóknar inn á markaðinn. Höfundur er stjórnarmaður Íslandsspila sf. fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun