Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson, Björg Torfadóttir, Sigrún Ósk, Sigurjón Már, Halldóra Hafsteins, Guðlaug Svala Kristjánsdóttir og Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifa 29. september 2025 11:47 „Ég uppgötvaði fyrir ekki svo löngu að ég hef haft sjálfsvígshugmyndir af einhverju tagi síðan að ég var a.m.k. 10 ára gamall. Þar var mér strax farið að finnast ég ekki eiga neins staðar heima, ekki tilheyra. Ég var öllum bara til trafala. Þá var kannski bara besta lausnin sú að ég væri ekki til, bæði fyrir mig og aðra. Fyrir mér eru sjálfsvígshugmyndir tvenns konar. Annars vegar hverfast þær um tilfinningu sem segir ,,mig langar ekki að vera til” eða ,,það væri sennilega best fyrir öll að ég væri ekki til”. Hún fer í raun aldrei, en leggst í smá dvala inn á milli. Hún dúkkar svo upp þegar eitthvað á sér stað í lífi mínu sem minnir mig á að ég tilheyri ekki og þá situr hún með mér í þó nokkurn tíma, oftast daga, vikur, jafnvel mánuði. Hún hefur fylgt mér svo lengi og oft að mér finnst hún í raun bara frekar hversdagsleg og alls ekki alvarleg. Hins vegar eru skipulagshugmyndir, öllu alvarlegri. Þær dúkka upp mun sjaldnar og lifa skemur með mér. Ég hef tvisvar verið kominn ansi langt með þessar vangaveltur. Annað skiptið var ég bókstaflega kominn á bjargbrúnina, en það er eina skiptið sem ég hef komið á Látrabjarg. Á bak við var alltaf þessi upplifun að ég tilheyri ekki. Mér fannst ég oft svo rangur einhvern veginn. Ég hugsaði rangt, brást við rangt, fann til rangt. Eða það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk frá umhverfi mínu. Þegar ég var 35 ára uppgötvaði ég að ég er einhverfur. Það er kominn áratugur síðan. Á þeim tíma hef ég verið að átta mig á því að ekkert við mig er í raun rangt, þó það sé öðruvísi. En þessi tilfinning að tilheyra ekki fer samt ekkert. Hún situr pikkföst og dúkkar enn upp við ákveðnar aðstæður.“ - Ármann Pálsson Einhverfupaunkið er hópur fullorðinna einhverfra einstaklinga sem berjast gegn fordómum og óréttlæti í garð einhverfra. Við, höfundar þessarar greinar, höfum öll upplifað mjög erfiða hluti þegar við höfum leitað hjálpar hjá heilbrigðiskerfinu. Margt er of sárt og persónulegt til að deila hér en okkur er gert mjög erfitt fyrir. Við þurfum að ýta á eftir því að okkur sé sinnt en passa að vera ekki of „aggressív“ og „frek“. Kerfið er að bregðast okkur og svona má þetta ekki halda áfram. Það verður að gera betur í geðheilbrigðisþjónustu fyrir einhverft fólk. Fordómar og neikvæðni í garð einhverfra eru veigamiklir þættir í hvers vegna einhverf eru í stóraukinni sjálfsvígshættu. Samkvæmt skýrslusem gerð var á vegum heilbrigðisráðuneytisins 2024, eru einhverf 9 sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en önnur. Bresk samantekt rannsókna á sjálfsvígum einhverfra sýnir að: 66% einhverfra hafa íhugað sjálfsvíg 35% skipulagt eða gert tilraun til sjálfsvígs Sá hópur sem er í mestri sjálfsvígshættu eru einhverf sem ekki eru einnig með þroskahömlun og einhverfar konur Í bresku skýrslunni er ekki talað um einhverf kvár eða trans fólk, en við getum leitt líkum að því að staða þeirra sé síst betri. Samkvæmt sömu skýrslu eru helstu ástæður sjálfsvíga hjá einhverfum að einhverju leyti þær sömu og hjá óeinhverfum; geðrænn vandi, félagsleg einangrun og takmörkuð atvinnuþátttaka. Þó er talið að einhverfa auki á hættuna sem stafar af fyrrnefndum atriðum og sé áhættuþáttur í sjálfu sér, einkum sökum eftirfarandi: Möskun (að setja upp grímu). Þetta er ekki meðvituð blekking heldur eðlilegt viðbragð við neikvæðu viðmóti, ofbeldi og öðrum áföllum. Alexithymia (ólæsi á eigin tilfinningar). Það er að eiga oft erfitt með að bera kennsl á og nefna eigin tilfinningar. Síendurteknar hugsanir. Skortur á viðeigandi stuðningi. Fyrrnefnd skýrsla Heilbrigðisráðuneytisins ber heitið „Hvert á ég að leita?” sem er lýsandi heiti fyrir upplifun fullorðins einhverfs fólks af heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Því er lýst að einhverft fólk lendi gjarnan á milli stofnana vegna þess að það passar ekki rétt inn í strangt skilgreind hlutverk þeirra stofnana sem það leitar til. Einhverfum er endurtekið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu, oft án þess að vera vísað í önnur úrræði. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem sjálfvígshugsanir einhverfra hverfast oft um að tilheyra ekki, og að upplifanir þeirra séu rangar. Þarna er kerfið að senda þeim nákvæmlega þau skilaboð. Við, sem skrifum þessa grein, erum öll einhverf. Flest okkar hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og sum okkar hafa reynt að kveðja þetta líf. Við erum samt þau heppnu. Við erum enn á lífi. “Í dag er geðheilsan mín í töluvert betri málum en hún var fyrir 10 árum síðan, en vegurinn að því hefur verið ansi brösóttur. Ég hef leitað til ýmissa stofnana eftir aðstoð með mjög misgóðum árangri og sumt var beinlínis skaðlegt. Það var svo ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég þyrfti bara að gera þetta sjálfur að eitthvað fór að gerast og ég fann svo úrræði sem hefur reynst mér afar vel. Það, ásamt því að komast í félagsskap einhverfra, er það sem hefur hjálpað mér hvað mest.” - Ármann Pálsson Fyrir hönd Einhverfupaunksins: Ármann Pálsson, tónsmiður Björg Torfadóttir, listmálari Sigrún Ósk, dansari og danskennari Sigurjón Már, ljósmyndari á filmur og pappír Halldóra Hafsteins, frístundaleiðbeinandi Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og prjónahönnuður Mamiko Dís Ragnarsdóttir, meistaranemi í hljóðfærakennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég uppgötvaði fyrir ekki svo löngu að ég hef haft sjálfsvígshugmyndir af einhverju tagi síðan að ég var a.m.k. 10 ára gamall. Þar var mér strax farið að finnast ég ekki eiga neins staðar heima, ekki tilheyra. Ég var öllum bara til trafala. Þá var kannski bara besta lausnin sú að ég væri ekki til, bæði fyrir mig og aðra. Fyrir mér eru sjálfsvígshugmyndir tvenns konar. Annars vegar hverfast þær um tilfinningu sem segir ,,mig langar ekki að vera til” eða ,,það væri sennilega best fyrir öll að ég væri ekki til”. Hún fer í raun aldrei, en leggst í smá dvala inn á milli. Hún dúkkar svo upp þegar eitthvað á sér stað í lífi mínu sem minnir mig á að ég tilheyri ekki og þá situr hún með mér í þó nokkurn tíma, oftast daga, vikur, jafnvel mánuði. Hún hefur fylgt mér svo lengi og oft að mér finnst hún í raun bara frekar hversdagsleg og alls ekki alvarleg. Hins vegar eru skipulagshugmyndir, öllu alvarlegri. Þær dúkka upp mun sjaldnar og lifa skemur með mér. Ég hef tvisvar verið kominn ansi langt með þessar vangaveltur. Annað skiptið var ég bókstaflega kominn á bjargbrúnina, en það er eina skiptið sem ég hef komið á Látrabjarg. Á bak við var alltaf þessi upplifun að ég tilheyri ekki. Mér fannst ég oft svo rangur einhvern veginn. Ég hugsaði rangt, brást við rangt, fann til rangt. Eða það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk frá umhverfi mínu. Þegar ég var 35 ára uppgötvaði ég að ég er einhverfur. Það er kominn áratugur síðan. Á þeim tíma hef ég verið að átta mig á því að ekkert við mig er í raun rangt, þó það sé öðruvísi. En þessi tilfinning að tilheyra ekki fer samt ekkert. Hún situr pikkföst og dúkkar enn upp við ákveðnar aðstæður.“ - Ármann Pálsson Einhverfupaunkið er hópur fullorðinna einhverfra einstaklinga sem berjast gegn fordómum og óréttlæti í garð einhverfra. Við, höfundar þessarar greinar, höfum öll upplifað mjög erfiða hluti þegar við höfum leitað hjálpar hjá heilbrigðiskerfinu. Margt er of sárt og persónulegt til að deila hér en okkur er gert mjög erfitt fyrir. Við þurfum að ýta á eftir því að okkur sé sinnt en passa að vera ekki of „aggressív“ og „frek“. Kerfið er að bregðast okkur og svona má þetta ekki halda áfram. Það verður að gera betur í geðheilbrigðisþjónustu fyrir einhverft fólk. Fordómar og neikvæðni í garð einhverfra eru veigamiklir þættir í hvers vegna einhverf eru í stóraukinni sjálfsvígshættu. Samkvæmt skýrslusem gerð var á vegum heilbrigðisráðuneytisins 2024, eru einhverf 9 sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en önnur. Bresk samantekt rannsókna á sjálfsvígum einhverfra sýnir að: 66% einhverfra hafa íhugað sjálfsvíg 35% skipulagt eða gert tilraun til sjálfsvígs Sá hópur sem er í mestri sjálfsvígshættu eru einhverf sem ekki eru einnig með þroskahömlun og einhverfar konur Í bresku skýrslunni er ekki talað um einhverf kvár eða trans fólk, en við getum leitt líkum að því að staða þeirra sé síst betri. Samkvæmt sömu skýrslu eru helstu ástæður sjálfsvíga hjá einhverfum að einhverju leyti þær sömu og hjá óeinhverfum; geðrænn vandi, félagsleg einangrun og takmörkuð atvinnuþátttaka. Þó er talið að einhverfa auki á hættuna sem stafar af fyrrnefndum atriðum og sé áhættuþáttur í sjálfu sér, einkum sökum eftirfarandi: Möskun (að setja upp grímu). Þetta er ekki meðvituð blekking heldur eðlilegt viðbragð við neikvæðu viðmóti, ofbeldi og öðrum áföllum. Alexithymia (ólæsi á eigin tilfinningar). Það er að eiga oft erfitt með að bera kennsl á og nefna eigin tilfinningar. Síendurteknar hugsanir. Skortur á viðeigandi stuðningi. Fyrrnefnd skýrsla Heilbrigðisráðuneytisins ber heitið „Hvert á ég að leita?” sem er lýsandi heiti fyrir upplifun fullorðins einhverfs fólks af heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Því er lýst að einhverft fólk lendi gjarnan á milli stofnana vegna þess að það passar ekki rétt inn í strangt skilgreind hlutverk þeirra stofnana sem það leitar til. Einhverfum er endurtekið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu, oft án þess að vera vísað í önnur úrræði. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem sjálfvígshugsanir einhverfra hverfast oft um að tilheyra ekki, og að upplifanir þeirra séu rangar. Þarna er kerfið að senda þeim nákvæmlega þau skilaboð. Við, sem skrifum þessa grein, erum öll einhverf. Flest okkar hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og sum okkar hafa reynt að kveðja þetta líf. Við erum samt þau heppnu. Við erum enn á lífi. “Í dag er geðheilsan mín í töluvert betri málum en hún var fyrir 10 árum síðan, en vegurinn að því hefur verið ansi brösóttur. Ég hef leitað til ýmissa stofnana eftir aðstoð með mjög misgóðum árangri og sumt var beinlínis skaðlegt. Það var svo ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég þyrfti bara að gera þetta sjálfur að eitthvað fór að gerast og ég fann svo úrræði sem hefur reynst mér afar vel. Það, ásamt því að komast í félagsskap einhverfra, er það sem hefur hjálpað mér hvað mest.” - Ármann Pálsson Fyrir hönd Einhverfupaunksins: Ármann Pálsson, tónsmiður Björg Torfadóttir, listmálari Sigrún Ósk, dansari og danskennari Sigurjón Már, ljósmyndari á filmur og pappír Halldóra Hafsteins, frístundaleiðbeinandi Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og prjónahönnuður Mamiko Dís Ragnarsdóttir, meistaranemi í hljóðfærakennslu
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar