Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 30. september 2025 07:00 Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun