Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 30. september 2025 07:00 Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Bleika slaufan er fyrir löngu búin að festa sig í sessi hjá þjóðinni sem einn af föstu liðum haustsins. Í október nælir stór hluti þjóðarinnar Bleika slaufu í barminn, sem sýnilegan stuðning við öll þau sem lifa með krabbameini og aðstandendur þeirra. Bleika slaufan er í senn vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og samfélagsins alls um krabbamein hjá konum og ein af undirstöðunum í rekstri félagsins sem alfarið er rekið fyrir söfnunarfé. Bleika slaufan gerir okkur hjá Krabbameinsfélaginu kleift að sinna hlutverki okkar sem öflugur bakhjarl í baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Á hverju ári fá um 1000 konur á Íslandi að vita að þær eru með krabbamein og á hverju ári missum við um 340 konur úr krabbameinum. Þökk sé framþróun í meðhöndlun og greiningu krabbameina hafa lífshorfur þeirra sem greinast þó aldrei verið betri en í dag. Í lok ársins 2024 voru 10.420 konur á lífi sem höfðu fengið krabbamein og samkvæmt spá um þróun krabbameina á Íslandi til ársins 2045 er búist við 96% aukningu í hópi lifenda. Margar þessara kvenna eru læknaðar en einhver hluti þeirra lifir með sínu krabbameini. Það þýðir að meinið er til staðar, er ólæknandi, en því er haldið í skefjum með lyfjagjöf og öðrum meðferðum. Þótt það sé alltaf áfall að heyra að ekki sé hægt að lækna krabbameinið og það virðist í fyrstu óviðráðanlegt er raunin að ýmislegt er hægt að gera til að halda einkennum niðri. Margar njóta góðra lífsgæða í mörg ár, jafnvel áratugi eftir greiningu, þó að það sé því miður ekki alltaf raunin. Í Bleiku slaufunni í ár gefur við þeim orðið sem reynsluna hafa. Hlustum á þær sem þekkja best þá list að lifa með ólæknandi krabbameini. Saga Thelmu Bjarkar, hönnuðar slaufunnar í ár er ein saga af fjölmörgum, holl áminning um að lífið er alls konar og við veljum hvernig við tökumst á við það. Allt starf okkar hjá Krabbameinsfélaginu miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með sínu fólki, með og eftir krabbamein. Fólk sem lifir með krabbameini þarf oft á þjónustu að halda ævina á enda og við stöndum þétt við bakið á þeim. Þátttaka í Bleiku slaufunni hefur um árabil sýnt og sannað að þjóðin er með okkur í liði. Við vinnum markvisst að fræðslu og forvörnum, stundum krabbameinsrannsóknir og styðjum vísindastarf, ásamt því að veita ráðgjöf og stuðning þeim sem fá krabbamein og aðstandendum þeirra. Þegar þú kaupir Bleiku slaufuna eignast þú hlutdeild í þessu góða starfi. Með Bleiku slaufu Thelmu Bjarkar heiðrum við allar þær konur sem fengið hafa krabbamein. Það er list að lifa með krabbameini. Höfundur er formaður Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Þið kannist við jólaköttinn... Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar