Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. september 2025 06:02 Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun