Átta fjölskyldur fá 1,5 milljónir fyrir jól 12. desember 2013 07:00 Örvar Þór Guðmundsson, starfsmaður Prentmet, hefur slegið í gegn með Facebook-söfnun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er sannfærður um að allir þeir sem hafa tekið þátt í söfnuninni eiga eftir að finna jafnvel eitthvað örlítið betra bragð af jólamatnum,“ segir Örvar Þór Guðmundsson, 36 ára fjölskyldufaðir í Hafnarfirði. Átta fjölskyldur munu skipta með sér 1.550.000 krónum sem Örvar Þór safnaði í gegnum Facebook-síðu sína. Um foreldra langveikra barna er að ræða sem þurfa svo sannarlega á peningastyrknum að halda. Örvar Þór safnaði tvö hundruð þúsund krónum í fyrra fyrir einstæða móður sem hann heyrði vinna jólatré í leik á útvarpsstöðinni FM957. Hún sagðist bara eiga tvö þúsund krónur til að halda jól og lifa út mánuðinn. „Ég lamaðist bara við að hlusta á þessa mömmu. Þó að ég væri enginn Hannes Smárason ætlaði ég að reyna gera eitthvað. Ég ætlaði ekkert að setjast niður á aðfangadag fyrr en það væri búið að græja eitthvað fyrir hana.“ Í október síðastliðnum byrjaði Örvar Þór að fá símtöl þar sem hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að endurtaka leikinn. Eftir að hafa lagst undir feld ákvað hann að hefja nýja söfnun og í þetta sinn myndu foreldrar langveikra barna fá peninginn. Hann setti sér markmið um að ná þrjú hundruð þúsund krónum en sú tala hefur heldur betur margfaldast. Söfnunin Örvars Þórs fór þannig fram að hann hringdi ekki í einn einasta mann til að óska eftir framlagi heldur tók fólk þátt á eigin forsendum. Engu að síður hafi hann lítið sofið að undanförnu. „Núna eru um 240 manns bara búnir að koma á spjallið hjá mér á Facebook í alls konar pælingum. Þú setur ekkert inn einn „status“ og „loggar“ þig svo út og tékkar hvað er búið að gerast eftir tvo daga. Þú þarft að vera á tánum og svo vinn ég við tölvu allan daginn ,“ segir hann. Fasteignasalan Domusnova kom með stærsta framlagið, eitt hundrað þúsund krónur, og KFC og Góa fimmtíu þúsund krónur hvort. Yfir nítíu prósent þeirra sem söfnuðu voru samt einstaklingar. „Einn skólastrákur sem á ekki krónu náði að sópa upp átta þúsund kalli og öryrki, sem á heldur ekki krónu, náði að skrapa saman þúsund kalli. Þetta er bara hugurinn sem gildir.“Söfnun í stað enska boltans Aðspurður kveðst Örvar Þór búast fastlega við því að halda söfnun sinni áfram á næsta ári. „Ég held að maður sé að fara hætta að horfa á enska boltann, ég held ég sé kominn bara í eitthvað svona „rugl“, segir hann og hlær. „Það er svo sem ágætis tímapunktur að hætta að horfa á boltann á meðan [Man.] United er með allt lóðrétt niður um sig.“ Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
„Ég er sannfærður um að allir þeir sem hafa tekið þátt í söfnuninni eiga eftir að finna jafnvel eitthvað örlítið betra bragð af jólamatnum,“ segir Örvar Þór Guðmundsson, 36 ára fjölskyldufaðir í Hafnarfirði. Átta fjölskyldur munu skipta með sér 1.550.000 krónum sem Örvar Þór safnaði í gegnum Facebook-síðu sína. Um foreldra langveikra barna er að ræða sem þurfa svo sannarlega á peningastyrknum að halda. Örvar Þór safnaði tvö hundruð þúsund krónum í fyrra fyrir einstæða móður sem hann heyrði vinna jólatré í leik á útvarpsstöðinni FM957. Hún sagðist bara eiga tvö þúsund krónur til að halda jól og lifa út mánuðinn. „Ég lamaðist bara við að hlusta á þessa mömmu. Þó að ég væri enginn Hannes Smárason ætlaði ég að reyna gera eitthvað. Ég ætlaði ekkert að setjast niður á aðfangadag fyrr en það væri búið að græja eitthvað fyrir hana.“ Í október síðastliðnum byrjaði Örvar Þór að fá símtöl þar sem hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að endurtaka leikinn. Eftir að hafa lagst undir feld ákvað hann að hefja nýja söfnun og í þetta sinn myndu foreldrar langveikra barna fá peninginn. Hann setti sér markmið um að ná þrjú hundruð þúsund krónum en sú tala hefur heldur betur margfaldast. Söfnunin Örvars Þórs fór þannig fram að hann hringdi ekki í einn einasta mann til að óska eftir framlagi heldur tók fólk þátt á eigin forsendum. Engu að síður hafi hann lítið sofið að undanförnu. „Núna eru um 240 manns bara búnir að koma á spjallið hjá mér á Facebook í alls konar pælingum. Þú setur ekkert inn einn „status“ og „loggar“ þig svo út og tékkar hvað er búið að gerast eftir tvo daga. Þú þarft að vera á tánum og svo vinn ég við tölvu allan daginn ,“ segir hann. Fasteignasalan Domusnova kom með stærsta framlagið, eitt hundrað þúsund krónur, og KFC og Góa fimmtíu þúsund krónur hvort. Yfir nítíu prósent þeirra sem söfnuðu voru samt einstaklingar. „Einn skólastrákur sem á ekki krónu náði að sópa upp átta þúsund kalli og öryrki, sem á heldur ekki krónu, náði að skrapa saman þúsund kalli. Þetta er bara hugurinn sem gildir.“Söfnun í stað enska boltans Aðspurður kveðst Örvar Þór búast fastlega við því að halda söfnun sinni áfram á næsta ári. „Ég held að maður sé að fara hætta að horfa á enska boltann, ég held ég sé kominn bara í eitthvað svona „rugl“, segir hann og hlær. „Það er svo sem ágætis tímapunktur að hætta að horfa á boltann á meðan [Man.] United er með allt lóðrétt niður um sig.“
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira