Mestar vonir bundnar við Eygló á Jótlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2013 06:00 Eygló á Íslandsmótinu í 25 metra laug í síðasta mánuði. fréttablaðið/valli Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“ Íþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í sundlandsliði Íslands eftir Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012. Ný kynslóð er að ryðja sér til rúms og verður í aðalhlutverki á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem hefst í Herning í Danmörku í dag. Elsti keppandi Íslands er Alexander Jóhannesson, 21 árs, sem er þó að keppa á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu. „Alex hefur æft íþróttina í fimmtán ár og er enginn nýgræðingur,“ bendir sundþjálfarinn og fararstjórinn Magnús Tryggvason á í samtali við Fréttablaðið, en landsliðið er sem fyrr þjálfað af Frakkanum Jacky Pellerin. „Alexander er eins og aðrir í hópnum í mikilli framför og hafa allir það markmið um helgina að bæta sína bestu tíma.“ Alls keppa Íslendingarnir sex í samtals í 21 grein auk þess sem Ísland á fjórar sveitir í boðsundum, þar af tvær sem eru kynjablandaðar. Magnús segir að Evrópumeistaramótið hafi aldrei verið sterkara en alls taka 570 keppendur þátt frá 42 þjóðum.Keppendur Íslands á EM.Mestar vonir eru bundnar við Eygló Ósk Gústafsdóttur sem átti frábært Íslandsmót í 25 metra laug í lok síðasta mánaðar. Þar bætti hún alls fimm Íslandsmet og sinn besta tíma í öllum sínum keppnisgreinum nema einni. „Eygló á góðan möguleika á að ná inn í úrslit í 200m baksundi og bæta Íslandsmetið. Hún var ekki fullhvíld á Íslandsmeistaramótinu um daginn en er nú 100 prósent klár eins og allir keppendur í hópnum,“ segir Magnús. Eygló keppir bæði í baksundi og fjórsundi í Herning en hún hefur sýnt að undanförnu hversu sterkur alhliða sundmaður hún er orðin. „Hún hefur mesta áherslu lagt á baksundið á æfingum en það kæmi mér ekki á óvart ef hún myndi einnig bæta sig í fjórsundinu, líkt og um daginn. Hún er orðin það sterk í öllum greinum,“ segir Magnús. Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir eru ekki meðal keppenda í Herning þar sem þau eru á miðju keppnistímabil með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. „Að öðru leyti erum við með okkar sterkasta keppnislið, þó svo að það sé ungt,“ segir Magnús, en Ísland verður með eitt allra yngsta keppnislið á mótinu. „Það hefur verið okkar helsta vandamál í sundinu að halda okkar besta fólki. Við erum nú með góðan hóp ungra sundmanna sem eru í framför og það er vonandi að okkur takist að halda þeim saman um ókomin ár.“
Íþróttir Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira