Menning

Jónína eykur bókasafnskost Samtakanna '78

Jónína færði safninu hvorki fleiri né færri en fjörutíu skáldsögur sem Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, tók á móti með bros á vör.
Jónína færði safninu hvorki fleiri né færri en fjörutíu skáldsögur sem Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, tók á móti með bros á vör.
Jónína Leósdóttir rithöfundur, höfundur bókarinnar Við Jóhanna, afhenti í gær bókasafni Samtakanna ‘78 ríflega fjörutíu erlendar bækur úr safni sínu.Uppistaðan í bókagjöfinni eru skáldsögur á ensku sem Jónína sankaði að sér á fyrstu árum sambands hennar og Jóhönnu Sigurðardóttur, en allar fjalla þær á einn eða annan hátt um samkynhneigð. Segir Jónína bækurnar hafa verið sér ákveðinn áttavita á þeim tíma þegar íslenskt samfélag bauð ekki upp á margar opinberlega samkynhneigðar fyrirmyndir.Með bókagjöfinni segist Jónína vilja styrkja starfsemi blómlegs og sívaxandi bókasafns Samtakanna ‘78 en þar muni bækurnar vonandi gagnast þeim sem áhuga hafa á að kynna sér skáldverk frá síðustu áratugum 20. aldar um og eftir samkynhneigðar konur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.