Innlent

Ólögmætt að víkja Ingólfi frá

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Niðurstaða dómsins var sú að Fjármálaeftirlitið hefði með ólögmætri ákvörðun sinni valdið Ingólfi Guðmundssyni fjártjóni.
Niðurstaða dómsins var sú að Fjármálaeftirlitið hefði með ólögmætri ákvörðun sinni valdið Ingólfi Guðmundssyni fjártjóni. Mynd / HAG
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Fjármálaeftirlitið (FME) til að greiða Ingólfi Guðmundssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga, sjö milljónir króna vegna fjártjóns, eina milljón í miskabætur auk 900 þúsund króna í málskostnað.

Ingólfur var ráðinn framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins í byrjun árs 2010 en í ágúst sama ár ákvarðaði stjórn FME að Ingólfur uppfyllti ekki hæfisskilyrði til að gegna starfinu. FME vísaði þar til fyrri starfsferils Ingólfs hjá Íslenska lífeyrissjóðnum og meðal annars að fjárfestingar sjóðsins hafi farið út fyrir lögbundin mörk þegar Ingólfur starfaði þar.

Niðurstaða dómsins var sú að Fjármálaeftirlitið hefði með ólögmætri ákvörðun sinni valdið Ingólfi fjártjóni og að eftirmál ákvörðunarinnar hafi verið Ingólfi til miska. Ákvörðunin hafi verið haldin form-annmarka og að tvær af þremur efnisforsendum hennar hafi ekki átt við rök að styðjast. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×