Lífið

Sænskur stjörnuleikstjóri á landinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tökur á norskri auglýsingu hafa staðið yfir í Reykjavík í vikunni en það er framleiðslufyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið á Íslandi. Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North, má ekki tjá sig um auglýsinguna að öðru leyti en að hún sé fyrir norska aðila.

Heimildir Fréttablaðsins herma að leikstjóri auglýsingarinnar sé hinn sænski Andreas Nilsson, sá hinn sami og leikstýrði hasarhetjunni Jean-Claude Van Damme í nýju Volvo-auglýsingunni sem hefur farið eins og eldur um sinu um internetið. Andreas þessi hefur einnig leikstýrt myndböndum fyrir tónlistarmenn á borð við Miike Snow, MGMT, Röyksopp, The Knife og Peter, Björn & John.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.