Innlent

Virðing gagnvart verslunarfólki

Freyr Bjarnason skrifar
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, afhenti fyrstu barmmerkin í Bónus í Ögurhvarfi í gær.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, afhenti fyrstu barmmerkin í Bónus í Ögurhvarfi í gær. fréttablaðið/vilhelm
VR afhenti fyrstu barmmerki sín þar sem fólk er hvatt til að sýna kurteisi, vera jákvætt og sýna störfum verslunarfólks virðingu.

Afhendingin fór fram í Bónus í Ögurhvarfi í Kópavogi.

Kveikjan að gerð barmmerkisins er umræðan sem skapaðist í þjóðfélaginu í haust eftir að ungur starfsmaður í verslun Bónus á höfuðborgarsvæðinu brotnaði niður eftir samskipti sín viðskiptavini verslunarinnar.

Í kjölfar atviksins hafði Bónus samband við VR og óskaði eftir samstarfi til að brýna fyrir fólki mikilvægi þess að sýna störfum verslunarmanna virðingu og reyna að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Í tilkynningu frá VR kemur fram að óásættanlegt sé þegarframkoma viðskiptavina verður til þess að starfsmenn geti ekki sinnt starfi sínu eða líður illa í vinnunni. „Það er við hæfi að barmmerkin séu afhent núna, þegar mesti annatími verslunarfólks er að hefjast, sjálf jólaverslunin,“ segir í tilkynningunni.

Samhliða átakinu hefur VR ákveðið að gera könnun um samskipti starfsmanna og viðskiptavina þar sem reynt er að meta hvaða áhrif þau samskipti hafa á líðan félagsmanna.

Allar verslanir geta fengið barmmerki fyrir sína starfsmenn með því að senda ósk um það á netfangið vr@vr.is eða hafa samband í síma 510 1700.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×