Lífið

Fáum íslensk pör á MTV!

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ágúst Bent segir framleiðslufyrirtækið Lime Pictures sérstaklega spennt fyrir Íslandi.
Ágúst Bent segir framleiðslufyrirtækið Lime Pictures sérstaklega spennt fyrir Íslandi. Fréttablaðið/GVA
Breska framleiðslufyrirtækið Lime Pictures sem hefur framleitt raunveruleikasjónvarp á borð við The Only way of Essex og Geordie Shore leitar nú logandi ljósi að íslenskum pörum á aldursbilinu 18-25 ára til þátttöku í raunveruleikaþætti á vegum sjónvarpsstöðvarinnar MTV.

Leikstjórinn og rapparinn Ágúst Bent Sigbertsson er í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi.

„Það er verið að leita að pörum frá allri Evrópu, og þau eru sérstaklega spennt fyrir Íslandi,“ segir Ágúst Bent.

„Fáum íslensk pör á MTV!“ bætir hann við.

Danya Lababedi er framleiðandi þáttanna í Bretlandi. 

„Þættirnir eru enn í þróun en MTV eru spenntir fyrir þessu. Þættirnar koma til með að fjalla um pör, eitt frá Bretlandi og annað frá Íslandi og svo skipta þau um maka í fjóra daga. Þannig er hægt að sjá menningarmismun og hvort að tungumál ástarinnar þýðist á milli landa,“ segir Danya.

„Ég er mjög spennt fyrir Íslandi. Okkur langar að vita meira um Ísland, um næturlífið, menninguna – hvernig það er eiginlega að búa og koma frá Íslandi!“ segir Danya jafnframt.



Opið er fyrir umsóknir núna og þær berist á couples@limepictures.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.