Aðilar úti í bæ semji ekki ný frumvörp Freyr Bjarnason skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Ómar segir óeðlilegt að hagsmunaaðilar komi beint að mótun frumvarpa. fréttablaðið/valli Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hafi skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á framfæri. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum samstarfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslenskum stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmunaaðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frumvarp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmunaaðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hafi skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á framfæri. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum samstarfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslenskum stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmunaaðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frumvarp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmunaaðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira