Aðilar úti í bæ semji ekki ný frumvörp Freyr Bjarnason skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Ómar segir óeðlilegt að hagsmunaaðilar komi beint að mótun frumvarpa. fréttablaðið/valli Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hafi skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á framfæri. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum samstarfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslenskum stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmunaaðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frumvarp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmunaaðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“ Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir ekki eðlilegt að hagsmunaðilar komi beint að samningu frumvarpa. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fyrirtækið Carbon Recycling International hafi skrifað stóran hluta af fyrstu drögum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að frumvarpi um endurnýjanlegt eldsneyti. Fyrirtækið framleiðir metanól sem má nota sem íblöndunarefni í bensín. Frumvarpið varð að lögum sex mánuðum síðar. Ómar kveðst ekki vita til þess að ákvæði séu um það í lögum sem meini hagsmunaðilum að koma drögum að frumvörpum á framfæri. „Kjarni málsins er sá að það er hlutverk stjórnarráðsins að vinna frumvörp en ekki aðila úti í bæ. Það þarf eiginlega ekki að setja reglu um það því það er svo augljóst,“ segir hann, aðspurður. Hann segist ekki geta lagt mat á þetta tiltekna mál því hann þekki það ekki nægilega vel. „Almenna reglan er sú að stjórnarfrumvörp eru samin af sérfræðingum ráðuneytanna eða stofnana þeirra. Stundum er sérfræðingum utan ráðuneytis eða sérstökum samstarfshópi falið verkefnið.“ Ómar segir að skilja verði á milli frumvarpsgerðarinnar sjálfrar og samráðs. „Það hefur verið vaxandi áhersla hjá íslenskum stjórnvöldum að auka samráð við stefnumótun mála sem leiða til lagabreytinga. Í því hefur falist samráð við hlutaðeigandi. Það er eðlilegt að á stefnumótunarstigi sé haft samráð við ólíka hagsmunaaðila,“ segir hann. „Einnig þurfum við að hafa í huga að þegar frumvarp hefur verið lagt fram er ávallt leitað umsagnar hagsmunaaðila og rætt við þá í viðkomandi fagnefnd þingsins.“
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira