Lífið

Ameríska klisjan tekin alla leið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ólafur og Kathy eru með fleira sniðugt í bígerð á K-bar.
Ólafur og Kathy eru með fleira sniðugt í bígerð á K-bar. Fréttablaðið/GVA
„Kathy Clark, einn eigandi K-bars, er bandarísk en foreldrar hennar eru kóreskir. Þaðan kemur kóreska tengingin og uppruni staðarins K-bar. Hún er alin upp í Bandaríkjunum og þar er haldinn þakkargjörðarhátíð þannig að þess vegna datt okkur í hug að gera þetta,“ segir veitingamaðurinn Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda K-bars. Þakkargjörðarhátíð verður haldin á staðnum á fimmtudag og verður maturinn frábrugðinn því sem gengur og gerist á hátíðinni.

„Matseðillinn lítur út eins og hann á að gera en það verður búið að breyta innihaldinu aðeins – láta chili hér og soja þar. Ég er mjög opinn fyrir nýjungum og finnst þetta mjög gaman. Mig langaði líka að gera þökk öllum sem hafa komið hingað þennan mánuð sem hefur verið opið. Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar,“ segir Ólafur. Hann ætlar að láta veitingarnar tala sínu máli.

„Maturinn verður okkar skraut. Fólk með amerískar rætur er mjög spennt fyrir þessu en enginn veit almennilega hvaða mat við bjóðum upp á. Við ætlum að fara alla leið í klisjunni og bjóðum mjög líklega uppá kalkúnasamlokur daginn eftir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.