Lífið

Tilbury með tvenna tónleika

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hljómsveitin Tilbury kemur fram á útgáfutónleikum í Reykjavík og á Akureyri.
Hljómsveitin Tilbury kemur fram á útgáfutónleikum í Reykjavík og á Akureyri. Fréttablaðið/Arnþór
„Við ætlum að halda alveg geggjaða tónleika og lofum miklu stuði,“ segir Magnús Tryggvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar Tilbury.

Sveitin ætlar að halda tvenna útgáfutónleika sem fara annars vegar fram í Kaldalóni í Hörpu 28. nóvember og svo á Græna hattinum á Akureyri 29. nóvember.

Snorri Helgason mun sjá um upphitun á hvorum tveggja tónleikunum.

Á tónleikunum verður nýjasta afurð sveitarinnar, Northern Comfort, kynnt en einnig verða eldri lög leikin í bland.

Hægt er kaupa miða á hvora tveggja tónleikana á midi.is. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.