Hera flytur með fjölskylduna til Chile Marín Manda skrifar 22. nóvember 2013 13:00 Hera Björk er 41 árs gömul og stendur á tímamótum. Myndir/Valli Hera Björk Þórhallsdóttir hefur mikla rödd. Hún lenti í öðru sæti í dönsku Eurovisionkeppninni með lagið Someday árið 2009. Ári seinna tók hún þátt í Eurivisionkeppninni fyrir Íslands hönd með laginu, Je Ne Sais Quoi við góðar undirtektir. Í byrjun árs sigraði hún í sönglagakeppninni Vina Del Mar í Chile. Lífið ræddi við Heru Björk um nýja jóladiskinn, flutninginn til Chile og drauminn um að syngja með George Michael. Tónlistin er ættarfylgja en hún segist hafa hangið í pilsufaldinum hjá móður sinni þegar hún var yngri og hlustaði á söng hennar með mikilli aðdáun. Það kom því aldrei neitt annað til að greina en að verða söngkona, þrátt fyrir að hún hafi barist gegn því. „Þetta er það sem ég kann og á að vera að gera. Ég fór að læra Viðskiptafræði í Háskólanum og reyndi lengi að berjast gegn listinni en mér var ætlað þetta og þegar ég sættist við sjálfa mig fór ég að blómstra.“Er sönglistin meðfædd eða þurftir þú að hafa fyrir henni á yngri árum? „Ég hef alltaf haft röddina en ég þurfti að hafa fyrir því að standa með sjálfri mér og elska mína rödd. Viðurkenna hvað ég hafði að vinna með. Ég er bara ég. Maður er alltaf í einhverjum óréttlátum samanburði og ég var eflaust orðin 35 ára þegar ég loksins sætti mig við mig. Ég streittist lengi á móti því að verða söngkona. Mér líður langbest uppi á sviði. Þar er ég örugg og þetta er það sem ég kann og það sem ég á að gera. Ég veit það í dag.“Hvernig er tilfinningin þegar þú ert á sviði? „Hún er bara dásamleg. Þegar ég er vel undirbúin að búin að vinna vinnnuna mína með fólki sem ég treysti þá er þetta bara frábært. Svo ef þú ert ekki undirbúin þá er þetta auðvitað jafn ömurlegt og manni langar að hverfa. Bara eins og allt. Ef að athyglin er á þér og þú ert ekki undirbúin þá sprettur upp þessi ótti um að mistakast. Heimsbyggðin hræðist það meira að standa upp og tala, hvað þá að syngja, heldur en að deyja.“Ég á eftir að toppa migNú sigraðir þú söngvakeppnina Viña Del Mar Festival í Suður-Ameríku í febrúar með laginu, Because you can. Myndir þú segja að það sé toppurinn á ferli þínum hingað til? „Já að vissu leyti að ná svona árangri á markaði sem að þekki mig ekki og fá þessa viðurkenningu frá heimshluta sem hefur aldrei heyrt á mig minnst. Það var æðislegt. Þá hugsar maður, veistu já ég er alveg búin að vera dugleg undanfarin ár. Ég er að gera eitthvað rétt. Hins vegar á ég svo æðislegar minningar frá Eurovision í Osló svo ég held að það hafi verið toppurinn á þeim tíma. Sú keppni gerði það að verkum að ég fór til Vina Del Mar og er búin að vera að ferðast og syngja út um allan heim. Ég held þó að ég eigi eftir að toppa mig og fá tækifæri til að gera eitthvað magnað,“ segir hún og brosir dreymin á svip. Hvernig fékkstu tækifæri til að taka í þessari keppni í Chile? „Skipuleggjendur keppninnar voru í rauninni bara að leita að söngkonum. Þeim langaði í dívur í rauðum kjólar greinilega og þá var bara googlað og ég kem upp. Þeir hlusta og heillast og bjóða mér. Þannig að þetta kom algjörlega upp í fangið á mér og þegar við Valli, umboðsmaðurinn minn fengum email frá þeim þá vorum við bæði alveg, Chile? Hvar er það eiginlega,“ segir hún hlæjandi. Hvað er svo búið að gerast síðan í kjölfar keppninnar? „Ég hef verið að ferðast örlítið hér innan Evrópu og aðeins í Bandaríkjunum að syngja og fékk nokkur tilboð frá suður Ameríku sem ég þurfti að segja nei við því ég var svo langtí burtu, Ég hefði þurft að borga flugið sjálf og það er slatti peningur svo ég hef því miður þurft að segja nei við því. En að sama skapi hefur verið að gerjast í mér einhver geðveiki, einhver útþrá því ég verð að kanna hvað er þarna úti.“Flytur til Chile með fjölskyldunaNú eruð þið fjölskyldan að flytjast búferlum til Chile í byrjun næsta árs, ekki satt?„Jú við tókum þessa ákvörðun með börnunum okkar að flytja og bara sjá hvað gerist. Ég held að þetta sé alveg rétt ákvörðun. Það er allt sem að beinir okkur í þá áttina. Við gætum skipulagt allt en það er eitthvað í mér sem að segir, ekki reyna að stjórna þessu. Ég er komin með ákveðið verkefni í tengslum við keppnina úti. Það er að myndast skemmtilegt tengslanet við allskonar fólk sem vill vera í sambandi. Við ætlum bara að fara á staðinn og taka þetta á tilfinningunni sem að stríðir gegn öllu sem okkur er kennt. Fólk er alltaf; Já stökktu út í djúpalaugina, en vertu með kút, súrefnisgrímu og öll öryggisatriði á hreinu,“ segir hún skellihlæjandi. „Við mæðgurnar fórum í bíltúr í vor og tókum aðeins púlsinn á komandi flutningi því þegar maður er 15 ára er mikil breyting að flytja á framandi slóðir en hún sagði við mig; Mamma þú átt eftir að sjá eftir þessu alltaf ef þú flytur ekki núna. Ég hugsaði bara, ef að krakkarassgatið sér þetta svona skýrt þá hlýtur þetta bara alveg að vera málið.“Dóttir Heru styður flutning fjölskyldunnar til Chile heilshugar.Hvað með spænskuna, ertu með hana alveg á hreinu?„No comprende ... ég mun alveg bjarga mér. Ég er korter í að vera altalandi. Ég bara finn það, ég held ég hafi verið síguni í kringum Barcelona í fyrra lífi. Ég er með hana í blóðinu og hefur fundist alla ævi að ég eigi að tala spænsku. Ég verð að alltaf svo hissa þegar ég heyri spænsku; Bíddu ég á að skilja þetta og ég á að getað talað þetta. Hvað er eiginlega að þessu í kerifnu hjá mér, þannig að ég held að ég verði bara mjög fljót. Þeir voru voðalega skotnir í mér þegar ég var að koma með einhverja svona frasa og þá náði ég alltaf að hljóma bara eins og innfædd.“Finnst gott að vera égÞú ert svo óhrædd og virkar mjög tilbúin í slaginn. Hvaðan kemur þetta öryggi í þínu fasi? „Ég hlýt að geta þakkað uppeldinu það, þvi ég hef aldrei verið barin niður og mér hefur verið kennt að trúa því að ég geti gert allt sem ég vil. Þetta kom held ég samt allt þegar ég fór að hvíla í sjálfri mér og sú vinna fór ekkert í gang fyrr en 2004 eða 2005. Ég hef alltaf verið örugg og það myndi fólk segja sem er búið að þekkja mig lengi en það var alltaf pínu frontur. Bæði var þetta pínu vörn eða bara að sannfæra sjálfa mig að ég gæti allt. Í dag hvíli ég bara í sjálfri mér og finnst gott að vera ég. Ég hef bara trú á því sem ég er að gera.“Nú ert þú að fara gefa út jólaplötuna Ilmur af jólum 2. Er þetta mjög hátíðleg plata? „Platan er ágætis framhald af plötunni sem ég gerði fyrir þrettán árum sem hét Ilmur af jólum 1. Þetta er svona sjálfstætt framhald. Þetta er svolítið eins og að fæða barn, sem er alveg ótrúleg. Þessa plötu er ég búin að ganga með í maganum í næstum tíu ár. Svo var kominn tími núna. Ég er bæði þrettán árum eldri og lífsreyndari svo þessi plata er þroskaðari og dínómískari og dramatískari, hátíðleg og pínu trúarleg. Ég er rosalega ánægð með hana sem að kemur mér svo skemmtilega í óvart því við listafólk erum svo sjálfsgagnrýnin. Ég er búin að fara í gegnum allan rússibanann að lögin séu hræðileg, textarnir ömurlegir og söngurinn náttúrulega lélegur yfir í það að hugsa vei mér þá, ég er bara stolt af henni og ánægð með hana.“Hefurðu sjálf verið að semja tónlist? „Ég hef lítið verið að semja sjálf en það er eflaust af því ég spila ekki á nein hljóðfæri. Ég les nótur en það er arfleifðin af kórnum. Ef maður ætlar út í tónsmíðar þá þarf maður helst aðkunna á hljóðfæri en ég vildi alltaf bara syngja. Það eru margir söngvarar sem eru með minnimáttarkennd og eru að draga sig niður yfir því að spila ekki á hljóðfæri. En þú ert með hljóðfæri í barkanum og það er hljóðfæri sem að allir vilja hafa. Það langar öllum að geta sungið.“Kynntist röddinni í Danmörku Hera bjó í Danmörku um nokkura ára skeið og stundaði nám við Complete Vocal Institute að læra Complete Vocal Technique söngtæknina. „Ég lærði þetta árið 2004 og þetta er svona „non bullshit“ tækni. Ábyrgðin er svolítið sett á mann sjálfan og maður fær frábær verkefni í hendurna. Þetta er ekkert öðruvísi en að smíða. Þú færð verkfæraksitu og ofan í henni eru öll tæki og tól sem þú þarft og svo byrjar þú bara að leika þér. Þetta snýst um að prófa, spenna bogann og fara út fyrir þægindarammann. Þá kynnist maður röddinni sinni betur. Fyrir mig var þetta eins og að fara í Disneyworld á frímiða og vera þarna í 3 ár að leika mér,“ segir hún hlæjandi.Þú komst fram í Íslandi í dag fyrir stuttu þar sem þú talaðir mjög opinskátt um þyngdartap þitt og megrunarkúra. Hvað varð til þess að þú breyttir um lífstíl? „Ég fékk bara tækifæri up í hendurnar sem að ég gat ekki neitað. Eftir keppnina úti í Chile kynntist ég konu frá Puerto Rico sem fékk mig til að syngja á ráðstefnu í Barcelona. Þar hitti ég fólk sem hún var að vinna með en þau störfuðu með NU Skin sem ég hafði þekkt áður. Fyrirtækið er búið að þróa einstaka þungdarstjórnunarvöru sem þau vildu endilega fá mig til að prófa og voru bara mjög hreinskilin.“ „Ég er búin að prófa alla heimsins kúra í gegnum tíðina og við mjög misjafnan árangur. Ég ákvað að treysta þessu fólki, taka niður varnirnar og ég léttist um 12 kíló á 90 dögum. Mér leið svo vel, varð orkumeiri og er að kafna úr gleði yfir þessu. Nú hreyfi ég mig reglulega og ég borða miklu hollara. Græðgispúkinn bara hvarf úr lífi mínu á fyrstu vikunum og ég hef ekki fundið hann ennþá. Það tekur bara 21 dag að búa til nýjar venjur og ég er búin að prófa margar leiðir sem ekki hafa tekist fyrr en núna. Ég fór úr flokki sem heitir alvarleg offita yfir í flokk sem heitir bara offita og ég varð hamingjusamasta kona í heimi þegar ég fór niður fyrir þessi mörk. Alvarlegri offita fylgja margir áunnir sjúkdómar sem ég var bara heppin að vera ekki komin með. Þetta er stórkostlegur munur fyrir mig í mínu daglega lífi. Ég var vön að versla inn bæði hollt og óhollt og át allt þetta óholla en hitt endaði að mestu í ruslinu.“Hera er til í að selja búðina sína á Laugavegi ef einhver vill kaupa.Hefurðu eitthvað verið á lágkolvetnafæðinu? „Nei þetta eru öfgar fyrir mér. Ég prófaði þetta eins og allir hinir en er þó sammála LKL fræðingum að maður eigi að borða próteinríkari fæðu. Ég er bara að byggja upp vöðva í dag og lifa heilsusamlegar.“ Svo ertu að taka þátt í verki í Þjóðleikhúsinu, hvaða verk er það? „Ég er að æfa þar fyrir jólasýningu sem veður frumsýnd annan í jólum. Þetta heitir Þingkonurnar og fjallar um konur sem ákveða að taka völdin af körlunum en þetta er mjög gamalt verk. Þetta er sýn Aristophanes um konur sem voru algjörlega réttlausar, nánast eins og þrælar. Þetta er semsagt grískur komedískur harmleikur. Það er langt síðan ég hef verið í leikhúsi og er ráðin þarna inn sem söngkona. Benni Erlings er að leikstýra og þetta er frábær hópur sem ég er að vinna með.“ Er desembermánuður þá fullbókaður hjá þér? „Það er ansi mikið að gera. Ég er með tónleika 8. desember í Grafarvogskirkju, fer til Færeyja með Frostrósum um mánaðrmótin að syngja. Svo er ég með tónleika 15. desember með grúppu sem ég söng með hér áður fyrr. Þann 21 og 22. er ég svo á tónleikum með Frostrósum.“ Hvað gerist með verslunina þína á Laugaveginum, Púkó og Smart, þegar þú flytur? „Ég er alveg til í að ræða það ef einhver vil kaupa hana. Við erum bara að viðra það en ég get fullvissað fólk um það að ég ætla ekki að loka henni. Fólk virðist vera voðalega hrætt um það. Ég er bara opin fyrir öllu en getur vel verið að ég fjarstýri henni bara. Þessi búð er búin að vinna sinn sess á Laugaveginum og styrkir þennan part Laugavegsins.“ Ef þú mættir velja að syngja með hverjum sem er, hver væri það? „Draumurinn er að syngja með George Michael. Ég hef alltaf dýrkað manninn og ég vissi alltaf að hann væri samkynhneigður. Það bara hlaut að vera því hann var svo djúpur, vansæll sen samt svo hamingjusamur. Mér fannst ég lesa hann. Hann fer beint í hjartað á mér, bæði lögin hans og textarnir. Við tvö værum snilldarpar á sviði. Það munaði engu að ég fengi að syngja með Elton John í Chile, eina vandamálið var bara að hann vildi vera einn á sviðinu.“ Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Hera Björk Þórhallsdóttir hefur mikla rödd. Hún lenti í öðru sæti í dönsku Eurovisionkeppninni með lagið Someday árið 2009. Ári seinna tók hún þátt í Eurivisionkeppninni fyrir Íslands hönd með laginu, Je Ne Sais Quoi við góðar undirtektir. Í byrjun árs sigraði hún í sönglagakeppninni Vina Del Mar í Chile. Lífið ræddi við Heru Björk um nýja jóladiskinn, flutninginn til Chile og drauminn um að syngja með George Michael. Tónlistin er ættarfylgja en hún segist hafa hangið í pilsufaldinum hjá móður sinni þegar hún var yngri og hlustaði á söng hennar með mikilli aðdáun. Það kom því aldrei neitt annað til að greina en að verða söngkona, þrátt fyrir að hún hafi barist gegn því. „Þetta er það sem ég kann og á að vera að gera. Ég fór að læra Viðskiptafræði í Háskólanum og reyndi lengi að berjast gegn listinni en mér var ætlað þetta og þegar ég sættist við sjálfa mig fór ég að blómstra.“Er sönglistin meðfædd eða þurftir þú að hafa fyrir henni á yngri árum? „Ég hef alltaf haft röddina en ég þurfti að hafa fyrir því að standa með sjálfri mér og elska mína rödd. Viðurkenna hvað ég hafði að vinna með. Ég er bara ég. Maður er alltaf í einhverjum óréttlátum samanburði og ég var eflaust orðin 35 ára þegar ég loksins sætti mig við mig. Ég streittist lengi á móti því að verða söngkona. Mér líður langbest uppi á sviði. Þar er ég örugg og þetta er það sem ég kann og það sem ég á að gera. Ég veit það í dag.“Hvernig er tilfinningin þegar þú ert á sviði? „Hún er bara dásamleg. Þegar ég er vel undirbúin að búin að vinna vinnnuna mína með fólki sem ég treysti þá er þetta bara frábært. Svo ef þú ert ekki undirbúin þá er þetta auðvitað jafn ömurlegt og manni langar að hverfa. Bara eins og allt. Ef að athyglin er á þér og þú ert ekki undirbúin þá sprettur upp þessi ótti um að mistakast. Heimsbyggðin hræðist það meira að standa upp og tala, hvað þá að syngja, heldur en að deyja.“Ég á eftir að toppa migNú sigraðir þú söngvakeppnina Viña Del Mar Festival í Suður-Ameríku í febrúar með laginu, Because you can. Myndir þú segja að það sé toppurinn á ferli þínum hingað til? „Já að vissu leyti að ná svona árangri á markaði sem að þekki mig ekki og fá þessa viðurkenningu frá heimshluta sem hefur aldrei heyrt á mig minnst. Það var æðislegt. Þá hugsar maður, veistu já ég er alveg búin að vera dugleg undanfarin ár. Ég er að gera eitthvað rétt. Hins vegar á ég svo æðislegar minningar frá Eurovision í Osló svo ég held að það hafi verið toppurinn á þeim tíma. Sú keppni gerði það að verkum að ég fór til Vina Del Mar og er búin að vera að ferðast og syngja út um allan heim. Ég held þó að ég eigi eftir að toppa mig og fá tækifæri til að gera eitthvað magnað,“ segir hún og brosir dreymin á svip. Hvernig fékkstu tækifæri til að taka í þessari keppni í Chile? „Skipuleggjendur keppninnar voru í rauninni bara að leita að söngkonum. Þeim langaði í dívur í rauðum kjólar greinilega og þá var bara googlað og ég kem upp. Þeir hlusta og heillast og bjóða mér. Þannig að þetta kom algjörlega upp í fangið á mér og þegar við Valli, umboðsmaðurinn minn fengum email frá þeim þá vorum við bæði alveg, Chile? Hvar er það eiginlega,“ segir hún hlæjandi. Hvað er svo búið að gerast síðan í kjölfar keppninnar? „Ég hef verið að ferðast örlítið hér innan Evrópu og aðeins í Bandaríkjunum að syngja og fékk nokkur tilboð frá suður Ameríku sem ég þurfti að segja nei við því ég var svo langtí burtu, Ég hefði þurft að borga flugið sjálf og það er slatti peningur svo ég hef því miður þurft að segja nei við því. En að sama skapi hefur verið að gerjast í mér einhver geðveiki, einhver útþrá því ég verð að kanna hvað er þarna úti.“Flytur til Chile með fjölskyldunaNú eruð þið fjölskyldan að flytjast búferlum til Chile í byrjun næsta árs, ekki satt?„Jú við tókum þessa ákvörðun með börnunum okkar að flytja og bara sjá hvað gerist. Ég held að þetta sé alveg rétt ákvörðun. Það er allt sem að beinir okkur í þá áttina. Við gætum skipulagt allt en það er eitthvað í mér sem að segir, ekki reyna að stjórna þessu. Ég er komin með ákveðið verkefni í tengslum við keppnina úti. Það er að myndast skemmtilegt tengslanet við allskonar fólk sem vill vera í sambandi. Við ætlum bara að fara á staðinn og taka þetta á tilfinningunni sem að stríðir gegn öllu sem okkur er kennt. Fólk er alltaf; Já stökktu út í djúpalaugina, en vertu með kút, súrefnisgrímu og öll öryggisatriði á hreinu,“ segir hún skellihlæjandi. „Við mæðgurnar fórum í bíltúr í vor og tókum aðeins púlsinn á komandi flutningi því þegar maður er 15 ára er mikil breyting að flytja á framandi slóðir en hún sagði við mig; Mamma þú átt eftir að sjá eftir þessu alltaf ef þú flytur ekki núna. Ég hugsaði bara, ef að krakkarassgatið sér þetta svona skýrt þá hlýtur þetta bara alveg að vera málið.“Dóttir Heru styður flutning fjölskyldunnar til Chile heilshugar.Hvað með spænskuna, ertu með hana alveg á hreinu?„No comprende ... ég mun alveg bjarga mér. Ég er korter í að vera altalandi. Ég bara finn það, ég held ég hafi verið síguni í kringum Barcelona í fyrra lífi. Ég er með hana í blóðinu og hefur fundist alla ævi að ég eigi að tala spænsku. Ég verð að alltaf svo hissa þegar ég heyri spænsku; Bíddu ég á að skilja þetta og ég á að getað talað þetta. Hvað er eiginlega að þessu í kerifnu hjá mér, þannig að ég held að ég verði bara mjög fljót. Þeir voru voðalega skotnir í mér þegar ég var að koma með einhverja svona frasa og þá náði ég alltaf að hljóma bara eins og innfædd.“Finnst gott að vera égÞú ert svo óhrædd og virkar mjög tilbúin í slaginn. Hvaðan kemur þetta öryggi í þínu fasi? „Ég hlýt að geta þakkað uppeldinu það, þvi ég hef aldrei verið barin niður og mér hefur verið kennt að trúa því að ég geti gert allt sem ég vil. Þetta kom held ég samt allt þegar ég fór að hvíla í sjálfri mér og sú vinna fór ekkert í gang fyrr en 2004 eða 2005. Ég hef alltaf verið örugg og það myndi fólk segja sem er búið að þekkja mig lengi en það var alltaf pínu frontur. Bæði var þetta pínu vörn eða bara að sannfæra sjálfa mig að ég gæti allt. Í dag hvíli ég bara í sjálfri mér og finnst gott að vera ég. Ég hef bara trú á því sem ég er að gera.“Nú ert þú að fara gefa út jólaplötuna Ilmur af jólum 2. Er þetta mjög hátíðleg plata? „Platan er ágætis framhald af plötunni sem ég gerði fyrir þrettán árum sem hét Ilmur af jólum 1. Þetta er svona sjálfstætt framhald. Þetta er svolítið eins og að fæða barn, sem er alveg ótrúleg. Þessa plötu er ég búin að ganga með í maganum í næstum tíu ár. Svo var kominn tími núna. Ég er bæði þrettán árum eldri og lífsreyndari svo þessi plata er þroskaðari og dínómískari og dramatískari, hátíðleg og pínu trúarleg. Ég er rosalega ánægð með hana sem að kemur mér svo skemmtilega í óvart því við listafólk erum svo sjálfsgagnrýnin. Ég er búin að fara í gegnum allan rússibanann að lögin séu hræðileg, textarnir ömurlegir og söngurinn náttúrulega lélegur yfir í það að hugsa vei mér þá, ég er bara stolt af henni og ánægð með hana.“Hefurðu sjálf verið að semja tónlist? „Ég hef lítið verið að semja sjálf en það er eflaust af því ég spila ekki á nein hljóðfæri. Ég les nótur en það er arfleifðin af kórnum. Ef maður ætlar út í tónsmíðar þá þarf maður helst aðkunna á hljóðfæri en ég vildi alltaf bara syngja. Það eru margir söngvarar sem eru með minnimáttarkennd og eru að draga sig niður yfir því að spila ekki á hljóðfæri. En þú ert með hljóðfæri í barkanum og það er hljóðfæri sem að allir vilja hafa. Það langar öllum að geta sungið.“Kynntist röddinni í Danmörku Hera bjó í Danmörku um nokkura ára skeið og stundaði nám við Complete Vocal Institute að læra Complete Vocal Technique söngtæknina. „Ég lærði þetta árið 2004 og þetta er svona „non bullshit“ tækni. Ábyrgðin er svolítið sett á mann sjálfan og maður fær frábær verkefni í hendurna. Þetta er ekkert öðruvísi en að smíða. Þú færð verkfæraksitu og ofan í henni eru öll tæki og tól sem þú þarft og svo byrjar þú bara að leika þér. Þetta snýst um að prófa, spenna bogann og fara út fyrir þægindarammann. Þá kynnist maður röddinni sinni betur. Fyrir mig var þetta eins og að fara í Disneyworld á frímiða og vera þarna í 3 ár að leika mér,“ segir hún hlæjandi.Þú komst fram í Íslandi í dag fyrir stuttu þar sem þú talaðir mjög opinskátt um þyngdartap þitt og megrunarkúra. Hvað varð til þess að þú breyttir um lífstíl? „Ég fékk bara tækifæri up í hendurnar sem að ég gat ekki neitað. Eftir keppnina úti í Chile kynntist ég konu frá Puerto Rico sem fékk mig til að syngja á ráðstefnu í Barcelona. Þar hitti ég fólk sem hún var að vinna með en þau störfuðu með NU Skin sem ég hafði þekkt áður. Fyrirtækið er búið að þróa einstaka þungdarstjórnunarvöru sem þau vildu endilega fá mig til að prófa og voru bara mjög hreinskilin.“ „Ég er búin að prófa alla heimsins kúra í gegnum tíðina og við mjög misjafnan árangur. Ég ákvað að treysta þessu fólki, taka niður varnirnar og ég léttist um 12 kíló á 90 dögum. Mér leið svo vel, varð orkumeiri og er að kafna úr gleði yfir þessu. Nú hreyfi ég mig reglulega og ég borða miklu hollara. Græðgispúkinn bara hvarf úr lífi mínu á fyrstu vikunum og ég hef ekki fundið hann ennþá. Það tekur bara 21 dag að búa til nýjar venjur og ég er búin að prófa margar leiðir sem ekki hafa tekist fyrr en núna. Ég fór úr flokki sem heitir alvarleg offita yfir í flokk sem heitir bara offita og ég varð hamingjusamasta kona í heimi þegar ég fór niður fyrir þessi mörk. Alvarlegri offita fylgja margir áunnir sjúkdómar sem ég var bara heppin að vera ekki komin með. Þetta er stórkostlegur munur fyrir mig í mínu daglega lífi. Ég var vön að versla inn bæði hollt og óhollt og át allt þetta óholla en hitt endaði að mestu í ruslinu.“Hera er til í að selja búðina sína á Laugavegi ef einhver vill kaupa.Hefurðu eitthvað verið á lágkolvetnafæðinu? „Nei þetta eru öfgar fyrir mér. Ég prófaði þetta eins og allir hinir en er þó sammála LKL fræðingum að maður eigi að borða próteinríkari fæðu. Ég er bara að byggja upp vöðva í dag og lifa heilsusamlegar.“ Svo ertu að taka þátt í verki í Þjóðleikhúsinu, hvaða verk er það? „Ég er að æfa þar fyrir jólasýningu sem veður frumsýnd annan í jólum. Þetta heitir Þingkonurnar og fjallar um konur sem ákveða að taka völdin af körlunum en þetta er mjög gamalt verk. Þetta er sýn Aristophanes um konur sem voru algjörlega réttlausar, nánast eins og þrælar. Þetta er semsagt grískur komedískur harmleikur. Það er langt síðan ég hef verið í leikhúsi og er ráðin þarna inn sem söngkona. Benni Erlings er að leikstýra og þetta er frábær hópur sem ég er að vinna með.“ Er desembermánuður þá fullbókaður hjá þér? „Það er ansi mikið að gera. Ég er með tónleika 8. desember í Grafarvogskirkju, fer til Færeyja með Frostrósum um mánaðrmótin að syngja. Svo er ég með tónleika 15. desember með grúppu sem ég söng með hér áður fyrr. Þann 21 og 22. er ég svo á tónleikum með Frostrósum.“ Hvað gerist með verslunina þína á Laugaveginum, Púkó og Smart, þegar þú flytur? „Ég er alveg til í að ræða það ef einhver vil kaupa hana. Við erum bara að viðra það en ég get fullvissað fólk um það að ég ætla ekki að loka henni. Fólk virðist vera voðalega hrætt um það. Ég er bara opin fyrir öllu en getur vel verið að ég fjarstýri henni bara. Þessi búð er búin að vinna sinn sess á Laugaveginum og styrkir þennan part Laugavegsins.“ Ef þú mættir velja að syngja með hverjum sem er, hver væri það? „Draumurinn er að syngja með George Michael. Ég hef alltaf dýrkað manninn og ég vissi alltaf að hann væri samkynhneigður. Það bara hlaut að vera því hann var svo djúpur, vansæll sen samt svo hamingjusamur. Mér fannst ég lesa hann. Hann fer beint í hjartað á mér, bæði lögin hans og textarnir. Við tvö værum snilldarpar á sviði. Það munaði engu að ég fengi að syngja með Elton John í Chile, eina vandamálið var bara að hann vildi vera einn á sviðinu.“
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira