Lífið

Óþolandi að naga neglurnar

Marín Manda skrifar
Friðrik Ómar.
Friðrik Ómar.
Lífið heyrði í Friðriki Ómari tónlistarmanni og spurði hann nokkurra skemmtilegra spurninga. Friðrik stendur í ströngu þessa dagana en hann er að fylgja eftir sinni nýjustu plötu sem heitir Kveðja.

Hvern faðmaðir þú síðast?

Margréti Blöndal útvarpskonu

En kysstir?

Kærastann minn.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig?

Það er ekki hægt að koma mér á óvart. Ég er sá sem sé um að koma öðrum á óvart.

Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi?

Pottþétt þann hvimleiða galla að naga neglurnar. Óþolandi.

Ertu hörundsár?

Já alveg pottþétt.

Dansarðu þegar enginn sér til?

Ég er eiginlega að fatta það núna að ég dansa þegar ég er að fagna einhverju, þó ég sé bara einn með sjálfum mér.

Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig?

Ég er svo ótrúlega heppinn að hafa aldrei gert mig að fífli. Djók. Ég samt man ekki eftir neinu!

Hringirðu stundum í vælubílinn?

Já en bara þegar allt annað klikkar.

Tekurðu strætó?

Ekki á Íslandi en í útlöndum já.

Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag?

Örugglega 1-2 klst.

Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim?

Nei það er alger óþarfi að fara hjá sér. Ég heilsa þeim sem ég þekki. Það eru samt margir sem heilsa mér á förnum vegi og biðjast síðan afsökunar á því. Það er mjög fyndið. Fólk sem þekkir mig ekki neitt en hefur séð mig í sjónvarpinu.

Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig?

Nei, og afhverju í veröldinni ætti ég að vera að segja frá því hér?

Hvað ætlarðu alls ekki að gera næstu daga?

Ég slaka alls ekki á. Maður verður að fylgja plötunni eftir eins og maður getur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.