Lífið

Raggi Bjarna hugsar fallega

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson eru hér að taka við gullplötu sem þeir fengu fyrir plötuna Dúettar.
Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson eru hér að taka við gullplötu sem þeir fengu fyrir plötuna Dúettar. fréttablaðið/gva
„Þetta er falleg plata sem inniheldur ný lög og ný ljóð og er ég mjög sáttur við hana,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason sem var að senda frá sér nýja plötu sem kallast Falleg hugsun.

Margir af þekktustu höfundum þjóðarinnar eiga lög og ljóð á plötunni, líkt og Valgeir Guðjónsson, Magnús Þór Sigmundsson, Megas, Jón Ragnar Jónsson og Jón Ólafsson, ásamt mörgum fleirum. Jón Ólafsson sá jafnframt um upptökustjórn, undirleik og hljómsveitarstjórn.

„Ég vildi sérstaklega fá lög sem væru grípandi og að fólk gæti lært þau auðveldlega.“

Ragnar er alltaf að syngja hér og þar, í veislum og á mannamótum. „Ég hef meðal annars verið að koma fram í menntaskólum og það var mjög gaman að syngja fyrir krakkana,“ segir Ragnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.