Rísandi stjarna í raftónlistarheiminum Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. nóvember 2013 08:00 Jóhann Steinn Gunnlaugsson raftónlistarmaður var knár fimleikakappi á yngri árum. fréttablaðið/gva „Hann á sinn þátt í að starta ferli mínum,“ segir raftónlistarmaðurinn Jóhann Steinn Gunnlaugsson sem hefur fengið hjálp frá heimsþekkta raftónlistarmanninum hollenska Armin van Buuren í að koma sér á framfæri. Jóhann Steinn er 23 ára gamall og hóf raftónlistarferilinn árið 2009. „Ég er upphaflega rokktrommuleikari en svo fékk ég áhuga á raftónlist. Það er líka fínt að vera bara sinn eigin herra í þessu, núna hefur það engin áhrif ef einhver hljómsveitarmeðlimur skrópar á hljómsveitaræfingu því ég er bara einn.“ Hollenska stjarnan Armin van Buuren, sem er með yfir sex milljón læk á fésbókarsíðu sinni, er með útvarpsþátt sem heitir A State of Trance og er honum útvarpað á tugum stöðva um allan heim og á netinu. „Hann er mjög stór í raftónlistarheiminum og ég held ég sé fyrsti Íslendingurinn sem hann gefur út og er spilaður í útvarpsþættinum hans,“ segir Jóhann. Lög hans hafa þrisvar verið spiluð í útvarpsþætti Van Buurens en hlustað var á síðasta lagið sem spilað var í þættinum tíu þúsund sinnum á Soundcloud á tveimur dögum sem telst ansi gott. Þá var búið að skoða lagið, sem heitir Volcano, þrjú þúsund sinnum á YouTube á tveimur dögum, en lagið er ekki komið út formlega. „Það er mjög gaman að þessu og ég bíð spenntur.“ Jóhann skrifaði undir samning við Abstractive Music, sem er í eigu Sony, í sumar og mun fyrsti afrakstur samningsins líta dagsins ljós í næstu viku. „Það er að koma út plata með nokkrum tónlistarmönnum og ég á tvö lög á þeirra plötu. Samningurinn hljóðar einnig upp á nokkrar smáskífur þannig að ef allt gengur vel verður jafnvel gefin út breiðskífa,“ útskýrir Jóhann. Fyrsta EP-platan hans, Stone Cold, kom út árið 2009 hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Airport Route Recordings. „Ég fór svo að gefa út reglulega árið 2010 þegar sænski raftónlistarmaðurinn Stana uppgötvaði mig og hann fékk mig til að gera lag fyrir Detox Records í Hollandi sem hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhaldsútgáfufyrirtækjum.“ Út frá því kynntist Jóhann hollenskum raftónlistarmanni sem kallar sig Setrise og gerðu þeir lag, sem á endanum barst til Armins van Buuren. „Armin spilaði lagið mitt á stórum tónleikum í Kiev sem voru teknir upp og gefnir út og það var frábært.“ Enn frekari upplýsingar um Jóhann Stein má finna á fésabókarsíðunni hans. Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
„Hann á sinn þátt í að starta ferli mínum,“ segir raftónlistarmaðurinn Jóhann Steinn Gunnlaugsson sem hefur fengið hjálp frá heimsþekkta raftónlistarmanninum hollenska Armin van Buuren í að koma sér á framfæri. Jóhann Steinn er 23 ára gamall og hóf raftónlistarferilinn árið 2009. „Ég er upphaflega rokktrommuleikari en svo fékk ég áhuga á raftónlist. Það er líka fínt að vera bara sinn eigin herra í þessu, núna hefur það engin áhrif ef einhver hljómsveitarmeðlimur skrópar á hljómsveitaræfingu því ég er bara einn.“ Hollenska stjarnan Armin van Buuren, sem er með yfir sex milljón læk á fésbókarsíðu sinni, er með útvarpsþátt sem heitir A State of Trance og er honum útvarpað á tugum stöðva um allan heim og á netinu. „Hann er mjög stór í raftónlistarheiminum og ég held ég sé fyrsti Íslendingurinn sem hann gefur út og er spilaður í útvarpsþættinum hans,“ segir Jóhann. Lög hans hafa þrisvar verið spiluð í útvarpsþætti Van Buurens en hlustað var á síðasta lagið sem spilað var í þættinum tíu þúsund sinnum á Soundcloud á tveimur dögum sem telst ansi gott. Þá var búið að skoða lagið, sem heitir Volcano, þrjú þúsund sinnum á YouTube á tveimur dögum, en lagið er ekki komið út formlega. „Það er mjög gaman að þessu og ég bíð spenntur.“ Jóhann skrifaði undir samning við Abstractive Music, sem er í eigu Sony, í sumar og mun fyrsti afrakstur samningsins líta dagsins ljós í næstu viku. „Það er að koma út plata með nokkrum tónlistarmönnum og ég á tvö lög á þeirra plötu. Samningurinn hljóðar einnig upp á nokkrar smáskífur þannig að ef allt gengur vel verður jafnvel gefin út breiðskífa,“ útskýrir Jóhann. Fyrsta EP-platan hans, Stone Cold, kom út árið 2009 hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Airport Route Recordings. „Ég fór svo að gefa út reglulega árið 2010 þegar sænski raftónlistarmaðurinn Stana uppgötvaði mig og hann fékk mig til að gera lag fyrir Detox Records í Hollandi sem hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhaldsútgáfufyrirtækjum.“ Út frá því kynntist Jóhann hollenskum raftónlistarmanni sem kallar sig Setrise og gerðu þeir lag, sem á endanum barst til Armins van Buuren. „Armin spilaði lagið mitt á stórum tónleikum í Kiev sem voru teknir upp og gefnir út og það var frábært.“ Enn frekari upplýsingar um Jóhann Stein má finna á fésabókarsíðunni hans.
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira