Lífið

Hestinum hnuplað

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hestinum, sem var eitt af einkennismerkjum Micro Bar, hefur verið stolið.
Hestinum, sem var eitt af einkennismerkjum Micro Bar, hefur verið stolið.
„Hér er mikið grátið og það er mikill harmur sem fylgir þessu hér á Micro Bar,“ segir Steinn Stefánsson, starfmaður á Micro Bar, en tréhesti sem er í eigu staðarins var stolið um liðna helgi. Hestinn hannaði Hugleikur Dagsson.

„Hesturinn er svona einn metri á hæð og einn og hálfur metri að lengd og það er mikil eftirsjá að honum.“ Hesturinn hefur fengið mikla athygli og hafa gestir staðarins verið ákaflega hrifnir af honum.

Aðstandendur Micro Bar gera nú hvað þeir geta til að komast yfir hestinn á ný. „Það eru fundarlaun fyrir þann sem finnur hestinn og kemur með hann til okkar,“ segir Steinn. Hann segir að skili sökudólgurinn hestinum strax verði engir eftirmálar. „Ef hann verður ekki fundinn eftir viku þá kærum við þetta, því við erum með öryggismyndavélar á staðnum sem tala sínu máli.“

Erfitt verður að fylla skarð hestsins en ef allt fer á versta veg verður varahestur kynntur til sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.