Ráðist á heilsuhæli segja Hvergerðingar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. nóvember 2013 08:15 Í Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins dvelja meðal annarra sjúklingar í krabbameinsendurhæfingu, gigtarendurhæfingu, geðendurhæfingu og liðskipta-, hjarta-, æða- og lungnaendurhæfingu. Fréttablaðið/GVA „Það er óskiljanlegt í ljósi þeirrar mikilvægu meðferðar sem fram fer á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands að ítrekað sé ráðist að stofnuninni með þeim hætti sem hér hefur verið gert,“ segir bæjarstjórn Hveragerðis í ályktun. Eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag telur Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ), ríkið hafa þverbrotið þjónustusamninga sína við stofnunina. Bæjarstjórn segist mótmæla harðlega áformum um niðurskurð á framlögum til HNLFÍ í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Þar sé lagt til að HNLFÍ taki ein á sig allan niðurskurð endurhæfingarstofnana þrátt fyrir að fá einungis fimmtung fjárveitinganna. Niðurskurðurinn sé 27,4 milljóni sem sé um 5 prósent af fjárveitingu ársins.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.„Þessi tillaga vekur sérstaka athygli þar sem nýr þjónustusamningur var undirritaður í lok árs 2011 og því áttu forsvarsmenn stofnunarinnar ekki von á öðru en að hann yrði efndur. Í þeim samningi var HNLFÍ gert að bæta á sig kostnaði vegna 20 sjúklinga í þungri endurhæfingu. Allt starfsárið 2012 fór í að aðlaga stofnunina að nýjum samningi en kostnaður vegna þessara breytinga nam rúmum 50 milljónum króna,“ segir bæjarstjórnin. Aðspurð hvaða hagsmuni Hveragerði hafi í málinu svarar Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri að ekki síst sé þetta gríðarlegt hagsmunamál fyrir þá fjölmörgu sem þurfi að nýta og hafi notið mikilvægrar þjónustu Heilsustofnun veitir. „Það er með öllu óskiljanlegt að ekki skuli vera ríkur skilningur á þeirri staðreynd í ráðuneytinu,“ segir Aldís. Bæjarstjórnin segir orðalag í fjárlögum lýsa vanþekkingu á starfsemi HNLFÍ. „Um 100-120 sjúklingar eru á hverjum tíma í þungri eða meðalþungri endurhæfingu á HNLFÍ í einu ódýrasta legurými landsins,“ segir í bæjarstjórnin sem kveður ljóst að verði ekki gerð breyting muni veruleg skerðing verða á þjónustunni með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið þar sem endurhæfing þurfi þá að fara fram í dýrari úrræðum en í þeim sem í boði séu hjá HNLFÍ. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Það er óskiljanlegt í ljósi þeirrar mikilvægu meðferðar sem fram fer á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands að ítrekað sé ráðist að stofnuninni með þeim hætti sem hér hefur verið gert,“ segir bæjarstjórn Hveragerðis í ályktun. Eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag telur Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ), ríkið hafa þverbrotið þjónustusamninga sína við stofnunina. Bæjarstjórn segist mótmæla harðlega áformum um niðurskurð á framlögum til HNLFÍ í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Þar sé lagt til að HNLFÍ taki ein á sig allan niðurskurð endurhæfingarstofnana þrátt fyrir að fá einungis fimmtung fjárveitinganna. Niðurskurðurinn sé 27,4 milljóni sem sé um 5 prósent af fjárveitingu ársins.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.„Þessi tillaga vekur sérstaka athygli þar sem nýr þjónustusamningur var undirritaður í lok árs 2011 og því áttu forsvarsmenn stofnunarinnar ekki von á öðru en að hann yrði efndur. Í þeim samningi var HNLFÍ gert að bæta á sig kostnaði vegna 20 sjúklinga í þungri endurhæfingu. Allt starfsárið 2012 fór í að aðlaga stofnunina að nýjum samningi en kostnaður vegna þessara breytinga nam rúmum 50 milljónum króna,“ segir bæjarstjórnin. Aðspurð hvaða hagsmuni Hveragerði hafi í málinu svarar Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri að ekki síst sé þetta gríðarlegt hagsmunamál fyrir þá fjölmörgu sem þurfi að nýta og hafi notið mikilvægrar þjónustu Heilsustofnun veitir. „Það er með öllu óskiljanlegt að ekki skuli vera ríkur skilningur á þeirri staðreynd í ráðuneytinu,“ segir Aldís. Bæjarstjórnin segir orðalag í fjárlögum lýsa vanþekkingu á starfsemi HNLFÍ. „Um 100-120 sjúklingar eru á hverjum tíma í þungri eða meðalþungri endurhæfingu á HNLFÍ í einu ódýrasta legurými landsins,“ segir í bæjarstjórnin sem kveður ljóst að verði ekki gerð breyting muni veruleg skerðing verða á þjónustunni með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið þar sem endurhæfing þurfi þá að fara fram í dýrari úrræðum en í þeim sem í boði séu hjá HNLFÍ.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira