Í dag, laugardag, verður opið hús og basar í MS Setrinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Þar verða boðnir til sölu fallegir munir sem unnir eru á vinnustofunni. Um 70 manns eru skráðir í MS Setrið og er stór hluti þeirra búnir að verkefni fyrir basarinn. Meðal þeirra muna sem verða seldir á basarnum eru prjónavörur, glermunir, kerti, skart, viðarvörur, jólavörur og grjónapokar. Auk fallegra muna verður boðið upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu verði.
Afrakstur basarsins verður meðal annars nýttur til innkaupa á efni fyrir vinnustofuna en líka fyrir ýmis konar félagsstarf, t.d. árshátíð og ýmsar tónlistaruppákomur í húsinu. Dagvist MS Setursins var stofnuð 1986. Setrið er fyrst og fremst starfrækt fyrir einstaklinga með MS sjúkdóm og fyrir þá sem sökum sjúkdóms eða fötlunar þurfa aðstoð við daglegar athafnir eða endurhæfingu.
Alveg frá stofnun hefur verið haldið opið hús og basar fyrir jólin og hefur aðsóknin ávallt verið mjög góð. Húsið er opið milli kl. 13-16.
