Segir biðlaun sviðsstjóra fullkomlega óeðlileg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist engin merki hafa séð um sviðstjórastörf fyrrverandi bæjarstjóra. „Nú mun ég senda innanríkiráðuneytinu kvörtun yfir því að bæjarstjórinn sinni ekki skyldum sínum og svari ekki kjörnum fulltrúa,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs. Guðríður ítrekað spurt í bæjarráði um árangur af vinnu Guðrúnar Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, í starfi sviðsstjóra. Á þar síðasta bæjaráðsfundi boðaði hún kæru á hendur Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra ef hann svaraði ekki á næsta bæjarráðsfundi. Sá fundur fór fram í gær. Svar var ekki lagt fram.Ármenn Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir meðferð innanríkisráðuneytisins á kæru á hendur honum munu verða forvitnilega.Ármann segir starfslýsingu Guðrúnar liggja fyrir. „Þá var starfinu gerð skil í formlegu svari til Guðríðar sem lagt var fram í bæjarráði í febrúar á þessu ári,“ segir bæjarstjórinn sem kveður blaðamann vera að upplýsa hann um að „Guðríður ætli að fylgja eftir hótun sinni“ um kæru. „Það verður vissulega forvitnilegt að sjá „kæruna“ og ekki síður málmeðferð ráðuneytisins.“ Guðríður segir að þó að Ármann vísi til starfslýsingar geti verið grundvallarmunur á því sem eigi að gera og því sem sé gert. „Ég hef ekki séð að á þessum mánuðum sem liðnir eru frá því staðan var stofnuð að það hafi eitthvað verið í vinnslu sem tengdist þeim verkefnum sem viðkomandi átti að vinna. Áður en staðan var lögð niður óskaði ég ítrekað eftir að starfsmaðurinn mætti fyrir bæjarráð og gerði grein fyrir störfum sínum. Hann mætti ekki,“ segir Guðríður. Þá vísar Guðríður til þess að sviðstjórinn er á tólf mánaða biðlaunum. „Þetta er ný staða og þessi sami starfsmaður er áður búin að vera á fimmtán mánaða starfslokasamningi. Þetta er fullkomlega óeðlilegt og ég mun óska eftir lögfræðilegu áliti á því hvort það var nauðsynlegt að leysa viðkomandi frá störfum á tólf mánaða starfslokasamningi,“ segir hún. Ármann segir að misskilnings virðist gæta. Ekki sé um ræða starfslokasamning við Guðrúnu heldur eigi hún rétt á biðlaunum samkvæmt almennum kjarasamningi. Lögfræðingar bæjarins hafi að sjálfsögðu farið yfir það. „Þá vil ég ítreka að þessi snjóbolti fór af stað þegar Guðríður ákvað að reka þáverandi bæjarstjóra í upphafi árs 2012 án skýringa og enn í dag liggja ekki fyrir trúverðug svör. Svo virðist sem Guðríður sé enn að glíma við þær pólitísku afleiðingar sem það frumhlaup hafði á sínum tíma,“ segir bæjastjórinn. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Nú mun ég senda innanríkiráðuneytinu kvörtun yfir því að bæjarstjórinn sinni ekki skyldum sínum og svari ekki kjörnum fulltrúa,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs. Guðríður ítrekað spurt í bæjarráði um árangur af vinnu Guðrúnar Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, í starfi sviðsstjóra. Á þar síðasta bæjaráðsfundi boðaði hún kæru á hendur Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra ef hann svaraði ekki á næsta bæjarráðsfundi. Sá fundur fór fram í gær. Svar var ekki lagt fram.Ármenn Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir meðferð innanríkisráðuneytisins á kæru á hendur honum munu verða forvitnilega.Ármann segir starfslýsingu Guðrúnar liggja fyrir. „Þá var starfinu gerð skil í formlegu svari til Guðríðar sem lagt var fram í bæjarráði í febrúar á þessu ári,“ segir bæjarstjórinn sem kveður blaðamann vera að upplýsa hann um að „Guðríður ætli að fylgja eftir hótun sinni“ um kæru. „Það verður vissulega forvitnilegt að sjá „kæruna“ og ekki síður málmeðferð ráðuneytisins.“ Guðríður segir að þó að Ármann vísi til starfslýsingar geti verið grundvallarmunur á því sem eigi að gera og því sem sé gert. „Ég hef ekki séð að á þessum mánuðum sem liðnir eru frá því staðan var stofnuð að það hafi eitthvað verið í vinnslu sem tengdist þeim verkefnum sem viðkomandi átti að vinna. Áður en staðan var lögð niður óskaði ég ítrekað eftir að starfsmaðurinn mætti fyrir bæjarráð og gerði grein fyrir störfum sínum. Hann mætti ekki,“ segir Guðríður. Þá vísar Guðríður til þess að sviðstjórinn er á tólf mánaða biðlaunum. „Þetta er ný staða og þessi sami starfsmaður er áður búin að vera á fimmtán mánaða starfslokasamningi. Þetta er fullkomlega óeðlilegt og ég mun óska eftir lögfræðilegu áliti á því hvort það var nauðsynlegt að leysa viðkomandi frá störfum á tólf mánaða starfslokasamningi,“ segir hún. Ármann segir að misskilnings virðist gæta. Ekki sé um ræða starfslokasamning við Guðrúnu heldur eigi hún rétt á biðlaunum samkvæmt almennum kjarasamningi. Lögfræðingar bæjarins hafi að sjálfsögðu farið yfir það. „Þá vil ég ítreka að þessi snjóbolti fór af stað þegar Guðríður ákvað að reka þáverandi bæjarstjóra í upphafi árs 2012 án skýringa og enn í dag liggja ekki fyrir trúverðug svör. Svo virðist sem Guðríður sé enn að glíma við þær pólitísku afleiðingar sem það frumhlaup hafði á sínum tíma,“ segir bæjastjórinn.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira