Segir biðlaun sviðsstjóra fullkomlega óeðlileg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segist engin merki hafa séð um sviðstjórastörf fyrrverandi bæjarstjóra. „Nú mun ég senda innanríkiráðuneytinu kvörtun yfir því að bæjarstjórinn sinni ekki skyldum sínum og svari ekki kjörnum fulltrúa,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs. Guðríður ítrekað spurt í bæjarráði um árangur af vinnu Guðrúnar Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, í starfi sviðsstjóra. Á þar síðasta bæjaráðsfundi boðaði hún kæru á hendur Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra ef hann svaraði ekki á næsta bæjarráðsfundi. Sá fundur fór fram í gær. Svar var ekki lagt fram.Ármenn Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir meðferð innanríkisráðuneytisins á kæru á hendur honum munu verða forvitnilega.Ármann segir starfslýsingu Guðrúnar liggja fyrir. „Þá var starfinu gerð skil í formlegu svari til Guðríðar sem lagt var fram í bæjarráði í febrúar á þessu ári,“ segir bæjarstjórinn sem kveður blaðamann vera að upplýsa hann um að „Guðríður ætli að fylgja eftir hótun sinni“ um kæru. „Það verður vissulega forvitnilegt að sjá „kæruna“ og ekki síður málmeðferð ráðuneytisins.“ Guðríður segir að þó að Ármann vísi til starfslýsingar geti verið grundvallarmunur á því sem eigi að gera og því sem sé gert. „Ég hef ekki séð að á þessum mánuðum sem liðnir eru frá því staðan var stofnuð að það hafi eitthvað verið í vinnslu sem tengdist þeim verkefnum sem viðkomandi átti að vinna. Áður en staðan var lögð niður óskaði ég ítrekað eftir að starfsmaðurinn mætti fyrir bæjarráð og gerði grein fyrir störfum sínum. Hann mætti ekki,“ segir Guðríður. Þá vísar Guðríður til þess að sviðstjórinn er á tólf mánaða biðlaunum. „Þetta er ný staða og þessi sami starfsmaður er áður búin að vera á fimmtán mánaða starfslokasamningi. Þetta er fullkomlega óeðlilegt og ég mun óska eftir lögfræðilegu áliti á því hvort það var nauðsynlegt að leysa viðkomandi frá störfum á tólf mánaða starfslokasamningi,“ segir hún. Ármann segir að misskilnings virðist gæta. Ekki sé um ræða starfslokasamning við Guðrúnu heldur eigi hún rétt á biðlaunum samkvæmt almennum kjarasamningi. Lögfræðingar bæjarins hafi að sjálfsögðu farið yfir það. „Þá vil ég ítreka að þessi snjóbolti fór af stað þegar Guðríður ákvað að reka þáverandi bæjarstjóra í upphafi árs 2012 án skýringa og enn í dag liggja ekki fyrir trúverðug svör. Svo virðist sem Guðríður sé enn að glíma við þær pólitísku afleiðingar sem það frumhlaup hafði á sínum tíma,“ segir bæjastjórinn. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Nú mun ég senda innanríkiráðuneytinu kvörtun yfir því að bæjarstjórinn sinni ekki skyldum sínum og svari ekki kjörnum fulltrúa,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs. Guðríður ítrekað spurt í bæjarráði um árangur af vinnu Guðrúnar Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, í starfi sviðsstjóra. Á þar síðasta bæjaráðsfundi boðaði hún kæru á hendur Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra ef hann svaraði ekki á næsta bæjarráðsfundi. Sá fundur fór fram í gær. Svar var ekki lagt fram.Ármenn Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir meðferð innanríkisráðuneytisins á kæru á hendur honum munu verða forvitnilega.Ármann segir starfslýsingu Guðrúnar liggja fyrir. „Þá var starfinu gerð skil í formlegu svari til Guðríðar sem lagt var fram í bæjarráði í febrúar á þessu ári,“ segir bæjarstjórinn sem kveður blaðamann vera að upplýsa hann um að „Guðríður ætli að fylgja eftir hótun sinni“ um kæru. „Það verður vissulega forvitnilegt að sjá „kæruna“ og ekki síður málmeðferð ráðuneytisins.“ Guðríður segir að þó að Ármann vísi til starfslýsingar geti verið grundvallarmunur á því sem eigi að gera og því sem sé gert. „Ég hef ekki séð að á þessum mánuðum sem liðnir eru frá því staðan var stofnuð að það hafi eitthvað verið í vinnslu sem tengdist þeim verkefnum sem viðkomandi átti að vinna. Áður en staðan var lögð niður óskaði ég ítrekað eftir að starfsmaðurinn mætti fyrir bæjarráð og gerði grein fyrir störfum sínum. Hann mætti ekki,“ segir Guðríður. Þá vísar Guðríður til þess að sviðstjórinn er á tólf mánaða biðlaunum. „Þetta er ný staða og þessi sami starfsmaður er áður búin að vera á fimmtán mánaða starfslokasamningi. Þetta er fullkomlega óeðlilegt og ég mun óska eftir lögfræðilegu áliti á því hvort það var nauðsynlegt að leysa viðkomandi frá störfum á tólf mánaða starfslokasamningi,“ segir hún. Ármann segir að misskilnings virðist gæta. Ekki sé um ræða starfslokasamning við Guðrúnu heldur eigi hún rétt á biðlaunum samkvæmt almennum kjarasamningi. Lögfræðingar bæjarins hafi að sjálfsögðu farið yfir það. „Þá vil ég ítreka að þessi snjóbolti fór af stað þegar Guðríður ákvað að reka þáverandi bæjarstjóra í upphafi árs 2012 án skýringa og enn í dag liggja ekki fyrir trúverðug svör. Svo virðist sem Guðríður sé enn að glíma við þær pólitísku afleiðingar sem það frumhlaup hafði á sínum tíma,“ segir bæjastjórinn.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira