Lífið

Villi prentaður aftur

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bókin um Vísinda-Villa er farin í endurprentun.
Bókin um Vísinda-Villa er farin í endurprentun. Mynd/Einkasafn
„Það er alveg yndislegt hvað þetta hefur gengið vel og er ég mjög þakklátur fyrir þann áhuga sem bókin hefur fengið,“ segir vísinda- og tónlistarmaðurinn Vilhelm Anton Jónsson.

Bókin hans, Vísindabók Villa, hefur nú verið endurprentuð vegna þess að fyrsta upplagið hefur rokið út úr verslunum.

„Mér finnst svo gaman að tala um heiminn og veröldina og þykja svona bækur mjög skemmtilegar. Heimurinn er svo rosalega áhugaverður,“ segir Vilhelm sem er þó ekki menntaður vísindamaður en mikill áhugamaður um vísindi.

Vísinda-Villi leit fyrst dagsins ljós á Stöð 2 þegar hann fór að vinna með Sveppa. „Það er frábært að vinna með Sveppa og við erum mjög góðir vinir.“

Fram undan hjá Vilhelm eru mikil tímamót vegna þess að 200. þáttur hans á Rás 2, Nei, hættu nú alveg, fer í loftið á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.