Lífið

Glerfín blúndulistaverk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Margrét er ekki listmenntuð en hefur sótt fjölda glerlistanámskeiða. Hér að ofan má sjá vörur sem Margrét framleiðir en hún fær stöðugt nýjar og spennandi hugmyndir.
Margrét er ekki listmenntuð en hefur sótt fjölda glerlistanámskeiða. Hér að ofan má sjá vörur sem Margrét framleiðir en hún fær stöðugt nýjar og spennandi hugmyndir. Fréttablaðið/Vilhelm
Margrét Unnarsdóttir hannar glermuni með blúndumynstri. Hún notar dúka frá mömmu sinni og ömmu sem eru báðar miklar handverkskonur.

„Ég stífa dúkana og nota þá á glerið þannig að þeir verða eins og stensill. Ég get fjöldaframleitt diska og skálar með sama dúknum á. Dúkurinn sem ég er hrifnust af er heklaður og ég hef notað hann í þrjú ár og hef einu sinni þvegið hann,“ segir Margrét F. Unnarsdóttir. Hún hannar glervörur undir nafninu Blúndugler.

„Liturinn sem ég nota er mulið gler. Ég strái því yfir dúkinn og tek hann svo í burtu. Eftir verður þetta fína mynstur,“ segir Margrét en aðferðina lærði hún á námskeiði hjá Glit.

Kökudiskarnir hennar Margrétar eru einstakir. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég fór beint á Egilsstaði til móður minnar eftir námskeiðið. Þar sá ég fjólubláan dúk á ofninum og reif hann upp. Síðan kíkti ég inn í skáp til mömmu og tíndi til alla dúkana sem hún átti og leitaði líka aðeins í skúffuna hjá ömmu,“ segir Margrét sem á blikksmiðjuna Kopar og zink ehf. með manni sínum, Kristjáni Viborg. Þar er hún einnig með aðstöðu til að búa til glermuni en hún er sjálflærð í faginu.

„Ég er ekki listmenntuð en ég er búin að fara á mörg glerlistanámskeið. Blúndugler gengur mjög vel og stefni ég á að gera eitthvað meira, nýtt og spennandi, í framtíðinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.