Lay Low talar um veðrið á nýrri plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. nóvember 2013 07:30 Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, sendir frá sér nýja plötu. fréttablaðið/valli „Þetta var áhugavert og skemmtilegt því ég hafði aldrei gert þetta áður svona ein,“ segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, sem er þessa dagana að senda frá sér sína fjórðu breiðskífu. Lovísa vann plötuna, sem ber titilinn Talking About the Weather, að miklu leyti ein, tók hana upp að mestu ein og samdi lög og texta. Þá spilar hún á öll hljóðfærin nema á trommurnar en hún fékk góðan vin sinn, Bassa Ólafsson, til að tromma fyrir sig. „Ég hefði getað gert plötuna á stuttum tíma ef ég hefði fengið fólk í vinnu með mér en ég vildi gera þetta ein og eyddi miklum tíma í að læra hitt og þetta sem tengist upptökum,“ útskýrir Lovísa. Bretinn Ian Grimble annaðist hljóðblöndun en hann hefur getið sér gott orð við upptökustjórn með hljómsveitum á borð við Daughter, Beth Orton, Benjamin Francis Leftwich og Travis svo fátt eitt sé nefnt. Nýja platan er á ensku en síðasta plata var á íslensku. „Mér finnst auðveldara að semja á ensku. Á síðustu plötu átti ég bara einn texta, þetta voru allt íslensk ljóð. Ég spila líka talsvert erlendis og þá hentar enskan oft betur.“ Lovísa starfar jöfnum höndum á Íslandi og erlendis. Hún eyddi drjúgum hluta ársins 2012 á tónleikaferðalögum og hitaði meðal annars upp fyrir Of Monsters and Men bæði á Bandaríkja- og Evrópuferð þeirra. „Það var rosalega gaman og lærdómsríkt. Ég var bara ein og var það því oft krefjandi og skemmtilegt að spila ein fyrir framan mörg þúsund manns,“ segir Lovísa. Þá hitaði hún einnig upp fyrir hljómsveitina Daughter í Bretlandi í ársbyrjun 2013. Lovísa ætlar að fylgja nýju plötunni eftir með tríó sem auk hennar er skipað Bassa Ólafssyni trommuleikara og Birki Rafni Gíslasyni gítar- og bassaleikara. „Það eru tónleikar í Hofi laugardaginn 16. nóvember og svo í Fríkirkjunni 22. nóvember. Ég hef alltaf haldið útgáfutónleika og finnst mjög gaman að sjá þróunina á milli platna,“ segir Lovísa. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
„Þetta var áhugavert og skemmtilegt því ég hafði aldrei gert þetta áður svona ein,“ segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, sem er þessa dagana að senda frá sér sína fjórðu breiðskífu. Lovísa vann plötuna, sem ber titilinn Talking About the Weather, að miklu leyti ein, tók hana upp að mestu ein og samdi lög og texta. Þá spilar hún á öll hljóðfærin nema á trommurnar en hún fékk góðan vin sinn, Bassa Ólafsson, til að tromma fyrir sig. „Ég hefði getað gert plötuna á stuttum tíma ef ég hefði fengið fólk í vinnu með mér en ég vildi gera þetta ein og eyddi miklum tíma í að læra hitt og þetta sem tengist upptökum,“ útskýrir Lovísa. Bretinn Ian Grimble annaðist hljóðblöndun en hann hefur getið sér gott orð við upptökustjórn með hljómsveitum á borð við Daughter, Beth Orton, Benjamin Francis Leftwich og Travis svo fátt eitt sé nefnt. Nýja platan er á ensku en síðasta plata var á íslensku. „Mér finnst auðveldara að semja á ensku. Á síðustu plötu átti ég bara einn texta, þetta voru allt íslensk ljóð. Ég spila líka talsvert erlendis og þá hentar enskan oft betur.“ Lovísa starfar jöfnum höndum á Íslandi og erlendis. Hún eyddi drjúgum hluta ársins 2012 á tónleikaferðalögum og hitaði meðal annars upp fyrir Of Monsters and Men bæði á Bandaríkja- og Evrópuferð þeirra. „Það var rosalega gaman og lærdómsríkt. Ég var bara ein og var það því oft krefjandi og skemmtilegt að spila ein fyrir framan mörg þúsund manns,“ segir Lovísa. Þá hitaði hún einnig upp fyrir hljómsveitina Daughter í Bretlandi í ársbyrjun 2013. Lovísa ætlar að fylgja nýju plötunni eftir með tríó sem auk hennar er skipað Bassa Ólafssyni trommuleikara og Birki Rafni Gíslasyni gítar- og bassaleikara. „Það eru tónleikar í Hofi laugardaginn 16. nóvember og svo í Fríkirkjunni 22. nóvember. Ég hef alltaf haldið útgáfutónleika og finnst mjög gaman að sjá þróunina á milli platna,“ segir Lovísa.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira