Lífið

Sveppi með stuðbók

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sveppi útilokar ekki að gefa út þriðju bókina ef stuðbókin gengur vel.
Sveppi útilokar ekki að gefa út þriðju bókina ef stuðbókin gengur vel. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég gaf út bókina Skemmtibók Sveppa fyrir tveimur árum sem vakti gríðarlega lukku. Stuðbók Sveppa er framhald af henni. Hún er svipuð og fyrri bókin en þetta er fyrst og fremst þægileg og skemmtileg lesning. Ég býð upp á alls konar leiki og reyni að hvetja krakka til að nota ímyndunaraflið í staðinn fyrir að hanga inni í tölvunni,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi.

„Í bókunum eru hlutir sem ég hefði viljað hafa til staðar þegar ég var krakki, til dæmis bílaleikir því það nennir enginn að hanga í bíl lengi. Ég reyni að hafa allt í bókinni þannig að krakkarnir þurfi ekki að blanda foreldrum sínum of mikið inn í þetta,“ bætir Sveppi við en hann fagnar útgáfu bókarinnar í Eymundsson Skólavörðustíg á fimmtudaginn klukkan 17.

Sveppi er stjarna barnatímans á Stöð 2 ásamt Vilhelmi Antoni Jónssyni sem gaf nýverið út Vísindabók Villa. Sveppi segir þá tvo ekki ætla í bókastríð heldur geri þetta í sameiningu.

„Þetta er hvor sín bókin. Villi er meira í alheiminum en ég í fróðleik um það sem skiptir ekki máli. Við ætlum að árita saman fyrir jólin og gera þetta í sameiningu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.