Púrtvín og ostar í hádeginu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2013 09:30 Sigurlaug er mikið afmælisbarn. Fréttablaðið/Daníel „Þetta eru mikil gleðitíðindi. Mér finnst æðislegt að eiga afmæli og hlakka alltaf voðalega mikið til,“ segir dagskrárgerðarkonan Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Hún fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag og ætlar að njóta dagsins í faðmi samstarfsmanna og fjölskyldu. „Ég ætla að byrja á því að vakna og fara í vinnuna. Ég er með þátt á Rás 1 á hverjum morgni sem heitir Segðu mér og ég ætla að fá Margréti Eir söngkonu í heimsókn til mín. Svo ætla ég að njóta þess að finna tilfinninguna þegar maður á afmæli. Um kvöldið ætla ég að fara út að borða og á laugardaginn held ég veislu fyrir fjölskylduna. Ég ætla ekki að halda stórafmæli en ég er byrjuð að undirbúa laugardagsmatinn þar sem ég býð meðal annars upp á hreindýrahakk og annan góðan mat.“ Hún býst við því að fá margar kveðjur enda er hún dugleg að láta fólk vita hvenær hún á afmæli. „Mér finnst hrikalega gaman þegar fólk man eftir afmælisdeginum mínum en ég er líka dugleg að minna fólk á hvenær ég eigi afmæli í óspurðum fréttum. Við pössum upp á það á Rás 1 að halda alltaf upp á það þegar einhver á afmæli. Ég ætla að gefa samstarfsfélögum mínum púrtvín og osta í hádeginu og ég stóla á að þeir syngi fyrir mig,“ segir Sigurlaug létt í bragði. Hún ætlar ekki að líta neitt sérstaklega yfir farinn veg á þessum merkisdegi enda mjög hamingjusöm í núinu. „Ég var að rifja það upp þegar mamma varð fimmtug. Þá hugsaði ég: „Aumingja konan, hún er orðin svo gömul.“ Því er frekar fyndið að ég sé komin á þennan stað. Ég veit ekki hvort börnin mín vorkenni mér en sem betur fer er aldurinn afstæður. Ég er í vinnu sem ég elska, á heilbrigð og yndisleg börn og búin að eignast barnabarn sem ég er mjög upptekin af. Svo er ég orðin leiðsögumaður í ferðum til Rómar með ferðaskrifstofunni Vita. Þetta eru sérstakar kampavíns- og kaloríuferðir sem eru mjög skemmtilegar.“ Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fleiri fréttir Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Sjá meira
„Þetta eru mikil gleðitíðindi. Mér finnst æðislegt að eiga afmæli og hlakka alltaf voðalega mikið til,“ segir dagskrárgerðarkonan Sigurlaug Margrét Jónasdóttir. Hún fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag og ætlar að njóta dagsins í faðmi samstarfsmanna og fjölskyldu. „Ég ætla að byrja á því að vakna og fara í vinnuna. Ég er með þátt á Rás 1 á hverjum morgni sem heitir Segðu mér og ég ætla að fá Margréti Eir söngkonu í heimsókn til mín. Svo ætla ég að njóta þess að finna tilfinninguna þegar maður á afmæli. Um kvöldið ætla ég að fara út að borða og á laugardaginn held ég veislu fyrir fjölskylduna. Ég ætla ekki að halda stórafmæli en ég er byrjuð að undirbúa laugardagsmatinn þar sem ég býð meðal annars upp á hreindýrahakk og annan góðan mat.“ Hún býst við því að fá margar kveðjur enda er hún dugleg að láta fólk vita hvenær hún á afmæli. „Mér finnst hrikalega gaman þegar fólk man eftir afmælisdeginum mínum en ég er líka dugleg að minna fólk á hvenær ég eigi afmæli í óspurðum fréttum. Við pössum upp á það á Rás 1 að halda alltaf upp á það þegar einhver á afmæli. Ég ætla að gefa samstarfsfélögum mínum púrtvín og osta í hádeginu og ég stóla á að þeir syngi fyrir mig,“ segir Sigurlaug létt í bragði. Hún ætlar ekki að líta neitt sérstaklega yfir farinn veg á þessum merkisdegi enda mjög hamingjusöm í núinu. „Ég var að rifja það upp þegar mamma varð fimmtug. Þá hugsaði ég: „Aumingja konan, hún er orðin svo gömul.“ Því er frekar fyndið að ég sé komin á þennan stað. Ég veit ekki hvort börnin mín vorkenni mér en sem betur fer er aldurinn afstæður. Ég er í vinnu sem ég elska, á heilbrigð og yndisleg börn og búin að eignast barnabarn sem ég er mjög upptekin af. Svo er ég orðin leiðsögumaður í ferðum til Rómar með ferðaskrifstofunni Vita. Þetta eru sérstakar kampavíns- og kaloríuferðir sem eru mjög skemmtilegar.“
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fleiri fréttir Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Sjá meira