Leonardo DiCaprio var fyrsti gesturinn 9. nóvember 2013 10:00 Jón veit ekki í hvaða verkefni hann fer í næst enda fær hann oftast að vita það með stuttum fyrirvara. Fréttablaðið/Valli Jón Andrés Jónsson á amerískan húsbíl sem hann leigir út í erlend kvikmyndaverkefni hér á landi. Húsbíllinn hefur hýst fjölmargar Hollywood-stjörnur sem hafa heimsótt landið síðustu ár. „Þetta er amerískur húsbíll árgerð 2006 og hefur nánast eingöngu verið notaður í kvikmyndaiðnaðinum síðustu sjö árin. Fyrst ætlaði ég að eiga þennan bíl fyrir sjálfan mig en síðan fréttist það að ég ætti hann. Hann varð fljótt eftirsóttur fyrir aðalleikara sem hafa leikið í myndum sem hafa verið teknar hér upp og hefur fengið það hlutverk að hýsa þessa menn á tökustað,“ segir Jón Andrés Jónsson. Húsbíllinn er vel útbúinn. Hann er með svefnaðstöðu fyrir fjóra, glæsilegar eldhúsgræjur, sturtu, salernisaðstöðu og sjónvarp. Jón fylgir alltaf með í för þegar bíllinn er leigður í kvikmyndaverkefni. „Bíllinn er ekki leigður öðruvísi en bílstjórinn sé með. Það getur ekki hver sem er keyrt svona bíl. Það er farið á ýmsa staði þar sem ekki venjan að fara með bíl sem þennan. Það geta komið upp erfiðar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á þarf ég að vera til staðar.“ Húsbíllinn hefur hýst allar stærstu stjörnurnar sem hafa heimsótt klakann síðustu misseri, þar á meðal Ben Stiller, Tom Cruise, Sean Penn og Vinnie Jones. „Fyrsti leikarinn sem notaði bílinn var Leonardo DiCaprio. Ég hef ekkert blandað geði við leikarana og kem lítið nálægt þeim. Ég keyri bara bílinn og sé til þess að hann sé heitur, hreinn og fínn. Ég er kominn á eftirlaun og lít á þetta sem áhugamál,“ segir Jón. Hann á fjögur börn og níu barnabörn og segist ekki vera sérstaklega öfundaður í fjölskyldunni yfir því að vera í nærvist stórstjarna. „Það var gaman að þessu fyrst en svo fer ljóminn af þessu. Þetta er nánast eingöngu bið,“ segir Jón. En getur hann ekki deilt skemmtisögum af fræga fólkinu? „Þó ég viti sögur þá má ég ekkert segja. Ég skrifa undir þagnareið. En það hefur eitt og annað komið upp.“ Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Jón Andrés Jónsson á amerískan húsbíl sem hann leigir út í erlend kvikmyndaverkefni hér á landi. Húsbíllinn hefur hýst fjölmargar Hollywood-stjörnur sem hafa heimsótt landið síðustu ár. „Þetta er amerískur húsbíll árgerð 2006 og hefur nánast eingöngu verið notaður í kvikmyndaiðnaðinum síðustu sjö árin. Fyrst ætlaði ég að eiga þennan bíl fyrir sjálfan mig en síðan fréttist það að ég ætti hann. Hann varð fljótt eftirsóttur fyrir aðalleikara sem hafa leikið í myndum sem hafa verið teknar hér upp og hefur fengið það hlutverk að hýsa þessa menn á tökustað,“ segir Jón Andrés Jónsson. Húsbíllinn er vel útbúinn. Hann er með svefnaðstöðu fyrir fjóra, glæsilegar eldhúsgræjur, sturtu, salernisaðstöðu og sjónvarp. Jón fylgir alltaf með í för þegar bíllinn er leigður í kvikmyndaverkefni. „Bíllinn er ekki leigður öðruvísi en bílstjórinn sé með. Það getur ekki hver sem er keyrt svona bíl. Það er farið á ýmsa staði þar sem ekki venjan að fara með bíl sem þennan. Það geta komið upp erfiðar aðstæður og ef eitthvað kemur upp á þarf ég að vera til staðar.“ Húsbíllinn hefur hýst allar stærstu stjörnurnar sem hafa heimsótt klakann síðustu misseri, þar á meðal Ben Stiller, Tom Cruise, Sean Penn og Vinnie Jones. „Fyrsti leikarinn sem notaði bílinn var Leonardo DiCaprio. Ég hef ekkert blandað geði við leikarana og kem lítið nálægt þeim. Ég keyri bara bílinn og sé til þess að hann sé heitur, hreinn og fínn. Ég er kominn á eftirlaun og lít á þetta sem áhugamál,“ segir Jón. Hann á fjögur börn og níu barnabörn og segist ekki vera sérstaklega öfundaður í fjölskyldunni yfir því að vera í nærvist stórstjarna. „Það var gaman að þessu fyrst en svo fer ljóminn af þessu. Þetta er nánast eingöngu bið,“ segir Jón. En getur hann ekki deilt skemmtisögum af fræga fólkinu? „Þó ég viti sögur þá má ég ekkert segja. Ég skrifa undir þagnareið. En það hefur eitt og annað komið upp.“
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira