Grínbræður sigra heiminn á YouTube Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Ylvis-bræðurnir eru elskaðir og dáðir um heim allan. Bræðurnir Bård og Vegard Ylvisåker mynda norska gríndúettinn Ylvis. Þeir eru mennirnir á bak við lagið The Fox sem hefur gert allt vitlaust á YouTube. Bræðurnir Bård og Vegard Ylvisåker komu fyrst á sjónarsviðið í Noregi árið 2000 og slógu í gegn í sjónvarpsþáttum, á gríntónleikum, í útvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum. Þeir stýra nú norska spjallþættinum I kveld med Ylvis og eru mennirnir á bak við lagið The Fox. Það gerði allt vitlaust á YouTube í september síðastliðnum og hefur verið horft á það rúmlega tvö hundruð milljón sinnum. Í kjölfarið vöktu bræðurnir hnyttnu heimsathygli. Þátturinn I kveld med Ylvis var frumsýndur árið 2010. Þessi fyrsta sería vakti gríðarlega lukku á sjónvarpsstöðinni TVNorge og gerðu grínistarnir samning um aðra seríu. Þá ákváðu þeir að stofna framleiðslufyrirtækið Concorde TV til að eiga allan rétt á verkum sínum. Sería númer tvö af I kveld med Ylvis var frumsýnd í fyrra og sú þriðja nú í haust. Í þættinum eru fjölmörg gríntónlistarmyndbönd sýnd en ekkert hefur vakið jafn mikla lukku og The Fox. Á fyrstu tveimur vikunum var horft á myndbandið fjörutíu milljón sinnum og anna bræðurnir varla eftirspurnum um viðtöl alls staðar að úr heiminum. Fyrsta viðtalið þeirra á erlendri grund var í spjallþætti Ellen DeGeneres í september síðastliðnum og í október tróðu þeir upp í spjallþætti Jimmy Kimmel. Þá hefur verið gert grín að laginu The Fox í skemmtiþættinum sívinsæla Saturday Night Live. Hverju Ylvis-bræður taka upp á næst er óráðin gáta en ljóst er að allar dyr standa þeim opnar. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Bræðurnir Bård og Vegard Ylvisåker mynda norska gríndúettinn Ylvis. Þeir eru mennirnir á bak við lagið The Fox sem hefur gert allt vitlaust á YouTube. Bræðurnir Bård og Vegard Ylvisåker komu fyrst á sjónarsviðið í Noregi árið 2000 og slógu í gegn í sjónvarpsþáttum, á gríntónleikum, í útvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum. Þeir stýra nú norska spjallþættinum I kveld med Ylvis og eru mennirnir á bak við lagið The Fox. Það gerði allt vitlaust á YouTube í september síðastliðnum og hefur verið horft á það rúmlega tvö hundruð milljón sinnum. Í kjölfarið vöktu bræðurnir hnyttnu heimsathygli. Þátturinn I kveld med Ylvis var frumsýndur árið 2010. Þessi fyrsta sería vakti gríðarlega lukku á sjónvarpsstöðinni TVNorge og gerðu grínistarnir samning um aðra seríu. Þá ákváðu þeir að stofna framleiðslufyrirtækið Concorde TV til að eiga allan rétt á verkum sínum. Sería númer tvö af I kveld med Ylvis var frumsýnd í fyrra og sú þriðja nú í haust. Í þættinum eru fjölmörg gríntónlistarmyndbönd sýnd en ekkert hefur vakið jafn mikla lukku og The Fox. Á fyrstu tveimur vikunum var horft á myndbandið fjörutíu milljón sinnum og anna bræðurnir varla eftirspurnum um viðtöl alls staðar að úr heiminum. Fyrsta viðtalið þeirra á erlendri grund var í spjallþætti Ellen DeGeneres í september síðastliðnum og í október tróðu þeir upp í spjallþætti Jimmy Kimmel. Þá hefur verið gert grín að laginu The Fox í skemmtiþættinum sívinsæla Saturday Night Live. Hverju Ylvis-bræður taka upp á næst er óráðin gáta en ljóst er að allar dyr standa þeim opnar.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira