Fiðrildafögnuður gegn sýruárásum í Hörpu 9. nóvember 2013 08:00 MYNDIR/Sissa Sýruárásir tíðkast um allan heim en eru hvað algengastar í Suður- og Suðaustur-Asíu og í 80 prósentum tilvika eru fórnarlömbin konur eða ungar stúlkur. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum, hafna bónorðum eða sækja um skilnað frá ofbeldisfullum eiginmönnum.Unnur Ösp StefánsdóttirKonur fá sjaldan þá þjónustu sem þær þarfnast, þær eru niðurlægðar og oft gefið í skyn að sökin sé þeirra. Oftast fær gerandi mildan eða engan dóm. Fyrir utan mikla líkamlega fötlun í kjölfar sýruárása fylgir iðulega félagsleg einangrun og takmarkaðir möguleikar á að taka þátt í samfélaginu á nýjan leik. „Augu umheimsins hafa beinst að Indlandi undanfarna mánuði þar sem mikil umfjöllun hefur verið um gróf mannréttindabrot á konum, stúlkum og börnum,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Kynbundið ofbeldi er gríðarlegt vandamál en það er mikilvægt að hafa í huga að öll þessi umfjöllun hefur verið mikil vitundarvakning fyrir íbúa Indlands. Í kjölfar andláts Jyoti Singh, en hún lést eftir hrottalega hópnauðgun í desember, hafa verið látlaus mótmæli sem hafa leitt til endurskoðunar á lagaramma um kynbundið ofbeldi á Indlandi,“ segir Inga Dóra. „Sýruárásir eru ein birtingarmynd kynbundins ofbeldis en slíkar árásir eru sérlega gróf mannréttindabrot. Þær tíðkast um allan heim en talið er að um 1.500 sýruárásir verði árlega og þar af um 1.000 þeirra á Indlandi. Þrátt fyrir alvarleika málsins hafa sýruárásir ekki hlotið mikla athygli frjálsra félagasamtaka, almennings né ríkisstjórna,“ útskýrir hún jafnframt.Elma Stefanía Ágústsdóttir„UN Women á Íslandi vill leggja lóð sín á vogarskálarnar, taka þátt í þeirri miklu vitundarvakningu sem á sér stað á Indlandi og koma af stað Fiðrildaáhrifum héðan frá Íslandi alla leið til Indlands. Við höfum séð áður að samtakamáttur okkar hér heima getur komið af stað flóðbylgju breytinga. Samtökin vonast svo sannarlega til að eitt þúsund manns mæti í Hörpu og geri þennan draum að veruleika.,“ segir Inga Dóra.Sólveig EiríksdóttirLandsþekktar konur hafa lagt átakinu lið, þeirra á meðal Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem jafnframt er verndari samtakana, Friðrika Hjördís Geirsdóttir kokkur, Margrét Erla Maack dagskrágerðarkona, Kristbjörg Kjeld leikkona og Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona, svo fáar séu nefndar. Aðgöngumiði gesta á fögnuðinn er vinaarmband búið til á Indlandi en hugmyndin varð til er nokkrar hugaðar indverskar konur sem lifað hafa af sýruárásir komu saman í Nýju Delí.Hugrún ÁrnadóttirÓhætt er að segja að kvöldið verði ævintýralegt en fjölmargt íslenskt listafólk leggur þessu góða málefni lið. Má þar á meðal nefna Sigríði Thorlacius og Högna Egilsson úr Hjaltalín, dansara úr Íslenska dansflokknum, landsþekktar leikkonur sem verða með ógleymanlegan gjörning og aðra óvænta viðburði.Nína Dögg FilippusdóttirMiðaverð er einungis 3.900 krónur og er hægt að kaupa miða hér, í verslun ELLU á Ingólfsstræti og verslun Kronkron á Vitastíg.Þóra ArnórsdóttirAllur ágóði af kvöldinu rennur til Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum sem er í umsjón UN Women og vinnur að því að uppræta sýruárásir á margvíslegan hátt. Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Sýruárásir tíðkast um allan heim en eru hvað algengastar í Suður- og Suðaustur-Asíu og í 80 prósentum tilvika eru fórnarlömbin konur eða ungar stúlkur. Algengt er að konur verði fyrir sýruárásum fyrir að óhlýðnast fjölskyldu sinni, eiga í ástarsamböndum, hafna bónorðum eða sækja um skilnað frá ofbeldisfullum eiginmönnum.Unnur Ösp StefánsdóttirKonur fá sjaldan þá þjónustu sem þær þarfnast, þær eru niðurlægðar og oft gefið í skyn að sökin sé þeirra. Oftast fær gerandi mildan eða engan dóm. Fyrir utan mikla líkamlega fötlun í kjölfar sýruárása fylgir iðulega félagsleg einangrun og takmarkaðir möguleikar á að taka þátt í samfélaginu á nýjan leik. „Augu umheimsins hafa beinst að Indlandi undanfarna mánuði þar sem mikil umfjöllun hefur verið um gróf mannréttindabrot á konum, stúlkum og börnum,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. „Kynbundið ofbeldi er gríðarlegt vandamál en það er mikilvægt að hafa í huga að öll þessi umfjöllun hefur verið mikil vitundarvakning fyrir íbúa Indlands. Í kjölfar andláts Jyoti Singh, en hún lést eftir hrottalega hópnauðgun í desember, hafa verið látlaus mótmæli sem hafa leitt til endurskoðunar á lagaramma um kynbundið ofbeldi á Indlandi,“ segir Inga Dóra. „Sýruárásir eru ein birtingarmynd kynbundins ofbeldis en slíkar árásir eru sérlega gróf mannréttindabrot. Þær tíðkast um allan heim en talið er að um 1.500 sýruárásir verði árlega og þar af um 1.000 þeirra á Indlandi. Þrátt fyrir alvarleika málsins hafa sýruárásir ekki hlotið mikla athygli frjálsra félagasamtaka, almennings né ríkisstjórna,“ útskýrir hún jafnframt.Elma Stefanía Ágústsdóttir„UN Women á Íslandi vill leggja lóð sín á vogarskálarnar, taka þátt í þeirri miklu vitundarvakningu sem á sér stað á Indlandi og koma af stað Fiðrildaáhrifum héðan frá Íslandi alla leið til Indlands. Við höfum séð áður að samtakamáttur okkar hér heima getur komið af stað flóðbylgju breytinga. Samtökin vonast svo sannarlega til að eitt þúsund manns mæti í Hörpu og geri þennan draum að veruleika.,“ segir Inga Dóra.Sólveig EiríksdóttirLandsþekktar konur hafa lagt átakinu lið, þeirra á meðal Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem jafnframt er verndari samtakana, Friðrika Hjördís Geirsdóttir kokkur, Margrét Erla Maack dagskrágerðarkona, Kristbjörg Kjeld leikkona og Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona, svo fáar séu nefndar. Aðgöngumiði gesta á fögnuðinn er vinaarmband búið til á Indlandi en hugmyndin varð til er nokkrar hugaðar indverskar konur sem lifað hafa af sýruárásir komu saman í Nýju Delí.Hugrún ÁrnadóttirÓhætt er að segja að kvöldið verði ævintýralegt en fjölmargt íslenskt listafólk leggur þessu góða málefni lið. Má þar á meðal nefna Sigríði Thorlacius og Högna Egilsson úr Hjaltalín, dansara úr Íslenska dansflokknum, landsþekktar leikkonur sem verða með ógleymanlegan gjörning og aðra óvænta viðburði.Nína Dögg FilippusdóttirMiðaverð er einungis 3.900 krónur og er hægt að kaupa miða hér, í verslun ELLU á Ingólfsstræti og verslun Kronkron á Vitastíg.Þóra ArnórsdóttirAllur ágóði af kvöldinu rennur til Styrktarsjóðs Sameinuðu þjóðanna til afnáms ofbeldis gegn konum sem er í umsjón UN Women og vinnur að því að uppræta sýruárásir á margvíslegan hátt.
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira