Björgvin fullkomnar þrennuna Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. nóvember 2013 10:00 Björgvin Halldórsson á sviði. Mynd/Rósa „Þetta er svona lokahnykkurinn á þessum þríleik,“ segir Björgvin Halldórsson tónlistarmaður sem gefur út sína þriðju dúettaplötu í nóvember. Á plötunni, sem heitir Duet 3 syngja með honum söngvarar eins og Eyþór Ingi, Andrea Gylfadóttir, Bubbi Morthens, Eivör Pálsdóttir og Arnór Dan, ásamt mörgum fleirum. „Við eigum svo mikið af flottum söngvurum sem mig langaði til þess að syngja með,“ segir Björgvin. Á henni má finna lög eftir íslenska höfunda eins og Bubba Morthens, Björn Jörund, Eivöru og Einar Scheving, í bland við erlend tökulög á borð Are You Lonesome Tonight, sem Elvis Presley gerði svo eftirminnilegt. Vinnsla plötunnar var einkar áhugaverð því þó svo að platan sé dúettaplata þá sungu söngvararnir ekki alltaf saman, í sama rýminu. „Eivör söng sitt lag í Kaupmannahöfn og Dísella söng sitt lag í New York, svo er þetta bara sent á milli rafrænt. Tæknin er orðin svo rosaleg, þetta hefur breyst mikið frá því ég byrjaði í bransanum árið 1970,“ útskýrir Björgvin. Björgvin hafði í hyggju að vinna plötuna síðastliðið sumar en það dróst á langinn og lauk vinnunni núna í október. „Platan dróst sökum annarra verkefna en svo ákváðum við að keyra verkefnið í gang og ég sé alls ekki eftir því. Ég er í skýjunum yfir plötunni.“ Platan sem heitir Duet 3, kemur út þann 15. nóvember næstkomandi. „Það er líklegt að við fylgjum plötunum eftir með tónleikum en það gerist líklega ekki fyrr en eftir jól sökum mikilla anna,“ segir Björgvin, sem er þessa dagana á fullu að skipuleggja Jólagestina sem fram fara í Laugardalshöll þann 14. desember. Þetta er sjöunda árið í röð sem Jólagestir Björgvins fara fram.Björgvin Halldórsson og Bubba Morthens deila sviði en þeir syngja saman á plötunni.mynd/ari magg Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Þetta er svona lokahnykkurinn á þessum þríleik,“ segir Björgvin Halldórsson tónlistarmaður sem gefur út sína þriðju dúettaplötu í nóvember. Á plötunni, sem heitir Duet 3 syngja með honum söngvarar eins og Eyþór Ingi, Andrea Gylfadóttir, Bubbi Morthens, Eivör Pálsdóttir og Arnór Dan, ásamt mörgum fleirum. „Við eigum svo mikið af flottum söngvurum sem mig langaði til þess að syngja með,“ segir Björgvin. Á henni má finna lög eftir íslenska höfunda eins og Bubba Morthens, Björn Jörund, Eivöru og Einar Scheving, í bland við erlend tökulög á borð Are You Lonesome Tonight, sem Elvis Presley gerði svo eftirminnilegt. Vinnsla plötunnar var einkar áhugaverð því þó svo að platan sé dúettaplata þá sungu söngvararnir ekki alltaf saman, í sama rýminu. „Eivör söng sitt lag í Kaupmannahöfn og Dísella söng sitt lag í New York, svo er þetta bara sent á milli rafrænt. Tæknin er orðin svo rosaleg, þetta hefur breyst mikið frá því ég byrjaði í bransanum árið 1970,“ útskýrir Björgvin. Björgvin hafði í hyggju að vinna plötuna síðastliðið sumar en það dróst á langinn og lauk vinnunni núna í október. „Platan dróst sökum annarra verkefna en svo ákváðum við að keyra verkefnið í gang og ég sé alls ekki eftir því. Ég er í skýjunum yfir plötunni.“ Platan sem heitir Duet 3, kemur út þann 15. nóvember næstkomandi. „Það er líklegt að við fylgjum plötunum eftir með tónleikum en það gerist líklega ekki fyrr en eftir jól sökum mikilla anna,“ segir Björgvin, sem er þessa dagana á fullu að skipuleggja Jólagestina sem fram fara í Laugardalshöll þann 14. desember. Þetta er sjöunda árið í röð sem Jólagestir Björgvins fara fram.Björgvin Halldórsson og Bubba Morthens deila sviði en þeir syngja saman á plötunni.mynd/ari magg
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira