Lífið

Tímakistan sett á svið

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason verður sett á svið í Borgarleikhúsinu.
Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason verður sett á svið í Borgarleikhúsinu. Mynd/Valli
„Þetta er mjög skemmtilegt og hefur í raun staðið til í einhvern tíma,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur. Saga hans Tímakistan verður sett á svið í Borgarleikhúsinu á næsta ári. Hver hreppir leikstjórahlutverkið er þó enn óljóst en það kemur í ljós á næstunni.

Andri Snær vann að bókinni í fjögur ár, auk þess sem hann hafði gengið með hugmyndina í kollinum í dágóðan tíma.

„Sagan gerist á tveimur plönum og fjallar annars vegar um konung sem þráir að sigra heiminn og tímann, og hins vegar um stúlku sem vaknar í draugabæ þar sem allir eru í felum og bíða betri tíma,“ útskýrir Andri Snær.

Þetta er í sjöunda sinn sem hann kemur að uppsetningu leikrits. Síðasta bók sem Andri Snær gaf út er Draumalandið sem kom út árið 2006, en hún leitaði á hvíta tjaldið.

„Það er ýmislegt í pokahorninu sem setið hefur á hakanum sökum anna,“ segir Andri Snær aðspurður um framhaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.