Lífið

Nokkur þúsund manns hafa styrkt Barnaspítalann

Tinni Sveinsson, vefstjóri Vísis, segir leikinn fara mjög vel af stað.
Tinni Sveinsson, vefstjóri Vísis, segir leikinn fara mjög vel af stað. Mynd/Steingrímur Árnason
Vísir stefnir að því að gefa Barnaspítala Hringsins veglega peningagjöf rétt fyrir jól. Hversu há upphæðin verður veltur á Facebook-vinum Vísis því að við hvert „like“ sem Vísir fær renna 25 krónur til spítalans.

Leikurinn hefur farið afar vel af stað og í raun og veru hraðar en við hefðum þorað að vona,“ segir Tinni Sveinsson, vefstjóri Vísis. „Nú þegar hafa nokkur þúsund manns bæst í vinahóp okkar á Facebook og þar með bæst í hóp þeirra sem styrkja Barnaspítalann án þess þó að borga krónu.“

Í upphafi átti að fara af stað með leik þar sem fólk gæti unnið vinninga eins og vinsælt er á Facebook. Niðurstaðan varð hins vegar sú að verja peningunum í gott málefni.

„Við fylgjumst spennt með þróun mála en leikurinn verður í loftinu þangað til líða fer að jólum. Þannig að vonandi getum við gefið Barnaspítalanum mjög veglega jólagjöf,“ segir Tinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.