Innlent

Bergur játaði tvær líkamsárásir

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ráðist var á Berg í kjölfar árásanna og fengu tíu menn dóma fyrir þá árás.
Ráðist var á Berg í kjölfar árásanna og fengu tíu menn dóma fyrir þá árás. Mynd / GVA
Bergur Már Ágústsson játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær tvær líkamsárásir sem gerðar voru 4. janúar 2012.

Báðar árásirnar eru taldar sérstaklega hættulegar en í ákæru segir að Bergur Már hafi slegið karlmann í höfuðið með kylfu og slegið kylfu í rúðu þannig að glerbrot höfnuðu í andliti og auga annars karlmanns.

Í kjölfar árásanna var ráðist á Berg en fyrir þá árás hlutu tíu menn dóma. Þyngstu dómana hlutu Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, sjö og sex ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×