Lífið

Eins teppi og Louis Vuitton

Fréttablaðið/Vilhelm
Linda Björg Árnadóttir sem heldur úti Scintilla, íslensku textílfyrirtæki framleiðir vörur sínar hjá sama framleiðanda og Louis Vuitton.

„Þetta eru ullarteppi sem eru framleidd í Skotlandi hjá sama framleiðanda og framleiðir teppi og trefla fyrir Louis Vuitton,“ segir Linda Björg.

„Að gerð og gæðum eru þetta eins teppi, með sama frágangi, en að sjálfsögðu á allt öðru verði,“ segir Linda Björg, létt í bragði.

Linda hefur mörg járn í eldinum.

Hún hefur nýlokið við spa-línu fyrir Bláa Lónið sem inniheldur meðal annars ilmandi handklæði og undirbýr nú sýningu á sandblásnum speglum í Sparks á Klapparstíg.

„Við erum enn á undirbúningsstigi - með söfnun í gangi á Karolina Fund fyrir speglunum. En það hefur gengið gríðarlega vel,“ segir Linda að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.