Aðdáandi Ásgeirs fékk símtal frá BBC Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 10:00 Margrét María Sigurðardóttir fékk óvænt símtal frá þáttastjórnanda BBC. Myndir/Vilhelm og Valli „Þetta kom mér mjög á óvart og ég var við það að skella á hann,“ segir Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur, sem fékk skemmtilegt símtal frá þáttastjórnandanum Dermot O"Leary á BBC Radio 2 útvarpsstöðinni fyrir skömmu. Um er að ræða viðtal sem Ásgeir Trausti fór í á BBC Radio 2 útvarpsstöðinni fyrir skömmu. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar stjórnandi þáttarins Dermot O"Leary, sem er kynnir X-Factor þáttanna á Bretlandi og mikil stjarna, ákvað að gera smá tilraun. Hann hafði heyrt að tíu prósent Íslendinga ættu plötu Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, og hafði hann í fórum sínum gamla símaskrá sem hann hafði fengið hjá Sendiráði Íslands í London.María Rut Reynisdóttir,umboðsmaður Ásgeirs Trausta, hafði gaman af viðtalinu.fréttablaðið/Pjetur„Hann ákvað að opna símaskrána, sem er frá árinu 2009, einhvers staðar og finna eitthvert nafn í skránni og hringja í þá manneskju, sem reyndist vera Margrét. Ásgeir hafði ekki hugmynd um þetta,“ útskýrir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, um gjörninginn. Í samtali O'Leary og Margrétar kom í ljós að mamma Ásgeirs hafði kennt syni Margrétar þegar þau bjuggu öll á Húsavík. „Tilraun þáttastjórnandans gekk upp því auðvitað átti hún diskinn og öllum þarna á útvarpsstöðinni var mikið skemmt,“ segir María Rut. Spurð um álit sitt á Ásgeiri Trausta segist Margrét María hafa mjög gaman af honum. „Eftir þetta atvik hef ég sett mér það markmið að sjá hann á tónleikum sem allra fyrst,“ bætir Margrét María við. Í þættinum taka Ásgeir og gítarleikarinn Júlíus Aðalsteinn Róbertsson órafmagnaða útgáfu af laginu Torrent, sem heitir á íslensku Nýfallið regn og einnig frábæra útgáfu af laginu Heart Shaped Box með Nirvana. „Í því lagi mátti ekki segja orðið Hymens svo Ásgeir deyr ekki ráðalaus og skellir inn íslenskri merkingu orðsins,“ bætir María Rut við. Á næstunni kemur Ásgeir fram ásamt félögum sínum í sjónvarpsþættinum Made in Chelsea sem er vel þekktur í Bretlandi. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan eða á heimasíðu BBC en Ásgeir kemur fram eftir eina klukkustund og sextán mínútur. Þá er einnig að finna nýtt myndband frá Ásgeiri fyrir neðan viðtalið. Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
„Þetta kom mér mjög á óvart og ég var við það að skella á hann,“ segir Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur, sem fékk skemmtilegt símtal frá þáttastjórnandanum Dermot O"Leary á BBC Radio 2 útvarpsstöðinni fyrir skömmu. Um er að ræða viðtal sem Ásgeir Trausti fór í á BBC Radio 2 útvarpsstöðinni fyrir skömmu. Viðtalið tók óvænta stefnu þegar stjórnandi þáttarins Dermot O"Leary, sem er kynnir X-Factor þáttanna á Bretlandi og mikil stjarna, ákvað að gera smá tilraun. Hann hafði heyrt að tíu prósent Íslendinga ættu plötu Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, og hafði hann í fórum sínum gamla símaskrá sem hann hafði fengið hjá Sendiráði Íslands í London.María Rut Reynisdóttir,umboðsmaður Ásgeirs Trausta, hafði gaman af viðtalinu.fréttablaðið/Pjetur„Hann ákvað að opna símaskrána, sem er frá árinu 2009, einhvers staðar og finna eitthvert nafn í skránni og hringja í þá manneskju, sem reyndist vera Margrét. Ásgeir hafði ekki hugmynd um þetta,“ útskýrir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, um gjörninginn. Í samtali O'Leary og Margrétar kom í ljós að mamma Ásgeirs hafði kennt syni Margrétar þegar þau bjuggu öll á Húsavík. „Tilraun þáttastjórnandans gekk upp því auðvitað átti hún diskinn og öllum þarna á útvarpsstöðinni var mikið skemmt,“ segir María Rut. Spurð um álit sitt á Ásgeiri Trausta segist Margrét María hafa mjög gaman af honum. „Eftir þetta atvik hef ég sett mér það markmið að sjá hann á tónleikum sem allra fyrst,“ bætir Margrét María við. Í þættinum taka Ásgeir og gítarleikarinn Júlíus Aðalsteinn Róbertsson órafmagnaða útgáfu af laginu Torrent, sem heitir á íslensku Nýfallið regn og einnig frábæra útgáfu af laginu Heart Shaped Box með Nirvana. „Í því lagi mátti ekki segja orðið Hymens svo Ásgeir deyr ekki ráðalaus og skellir inn íslenskri merkingu orðsins,“ bætir María Rut við. Á næstunni kemur Ásgeir fram ásamt félögum sínum í sjónvarpsþættinum Made in Chelsea sem er vel þekktur í Bretlandi. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan eða á heimasíðu BBC en Ásgeir kemur fram eftir eina klukkustund og sextán mínútur. Þá er einnig að finna nýtt myndband frá Ásgeiri fyrir neðan viðtalið.
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira