Lífið

Sporðdrekaprinsessa fædd

Leikkonan Lilja Nótt Þórarinsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á sunnudaginn með sínum heittelskaða, Ólafi Gauta Guðmundssyni. Eignuðust þau tólf marka stúlku, eða „sporðdrekaprinsessu“, eins og Lilja Nótt orðar það svo skemmtilega á Facebook-síðu sinni.

Lilja Nótt státar af farsælum leiklistarferli og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við 101 Reykjavík, Strákarnir okkar og Reykjavík Rotterdam.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.