Lífið

Hefur selt yfir 500 þúsund miða

Freyr Bjarnason skrifar
Bjarni Haukur Þórsson hefur sent frá sér bókina Pabbinn.
Bjarni Haukur Þórsson hefur sent frá sér bókina Pabbinn. fréttablaðið/pjetur
Rúmlega 500 þúsund miðar hafa selst á einleikina Pabbinn og Afinn víða um Evrópu undanfarin ár, þar á meðal í Þýskalandi og á Spáni.

„Þetta er alveg frábært. Það sýnir sig bara að það sem við listamenn erum að gera á Íslandi, það selur,“ segir höfundurinn Bjarni Haukur, spurður út í árangurinn. „Það skýtur svolítið skökku við að á sama tíma og útrás íslenskra listamanna hefur aldrei gengið eins vel þá er verið að skera niður. Það er sorglegt.“

Pabbinn hefur verið sýndur í eða seldur til um tuttugu landa og Afinn, sjálfstætt framhald Pabbans, til sex landa. Tökur á kvikmynd sem byggð er á Afanum hefjast á Íslandi í mars næstkomandi með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Einnig er í undirbúningi í Þýskalandi kvikmynd um Pabbann.

Fyrsta bók Bjarna Hauks, byggð á Pabbanum, er að koma út hérlendis en hún kom út fyrir mánuði í Þýskalandi á vegum útgáfunnar Random House. Þar seldist hún í um fimm þúsund eintökum fyrstu vikuna. „Er ekki sagt að það gangi allir með eina eða tvær bækur í maganum? Það er svolítið íslenskt að gefa út bók,“ segir hann. „Ég kom með þessa hugmynd til þeirra hjá Sölku og þær stukku á þetta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.