Yfirhönnuður Calvins Klein var á Íslandi Sara McMahon skrifar 4. nóvember 2013 11:00 Fransico Costa segist hafa lært á tískuiðnaðinn hjá La Renta. AFP/NordicPhotos Fatahönnuðurinn Francisco Costa var staddur hér á landi í október. Costa er yfirhönnuður dömulínu tískuhússins Calvin Klein og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2001. Costa var í fríi á Íslandi en tók sér þó stund til að hitta íslenska fatahönnuði í Norræna húsinu og svara spurningum þeirra. Costa starfaði hjá fatahönnuðinum Oscar de la Renta í fimm ár áður en hann hóf störf hjá Calvin Klein. Hann segir Renta vera læriföður sinn og þakkar honum velgengni sína innan tískuiðnaðarins. „Hjá honum lærði ég hvernig iðnaðurinn virkar, hann kenndi mér allt um gæði, stíl og kjólahönnun. Hjá honum lærði ég einnig að vera sjálfstæður,“ segir Costa þegar hann var spurður um tímann hjá de la Renta. Í dag sendir Costa frá sér fjórar línur á ári hverju, en hver lína inniheldur allt að sjötíu alklæðnaði sem eru svo sýndir á tískuvikunum. Um er að ræða hinar hefðbundnu haust- og vorlínur auk millilína. „Við hönnum 600 stíla í hvert sinn. Við veljum síðan 300 bestu stílana og úr þeim eru um 50 til 70 alklæðnaðir sýndir á tískuvikunum, en um hundrað fara í verslanir,“ segir hann. Spurður út í vinnuálagið segist hann vinna sleitulaust alla daga ársins. „Þetta er stanslaus vinna, alla daga. Óslitin saga frá einni línu til annarrar og við hefjum vinnu við næstu línu á meðan verið er að sýna þá fyrri.“ Þegar Costa hóf fyrst störf hjá Calvin Klein réði hann til sín sölumann í verslun tískuhússins á Madison Avenue til að aðstoða sig við hönnun fyrstu línunnar. Þetta gerði hann til að kynnast viðskiptavinum tískuhússins og þörfum þeirra nánar og segir það hafa nýst sér vel. Þegar hann er að lokum spurður út í hönnunarferlið hjá Calvin Klein segir hann: „Maður þarf að vera opinn fyrir hugmyndum og forvitinn. Svo verður maður að vera óragur við að breyta og betrumbæta stanslaust.“ Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
Fatahönnuðurinn Francisco Costa var staddur hér á landi í október. Costa er yfirhönnuður dömulínu tískuhússins Calvin Klein og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2001. Costa var í fríi á Íslandi en tók sér þó stund til að hitta íslenska fatahönnuði í Norræna húsinu og svara spurningum þeirra. Costa starfaði hjá fatahönnuðinum Oscar de la Renta í fimm ár áður en hann hóf störf hjá Calvin Klein. Hann segir Renta vera læriföður sinn og þakkar honum velgengni sína innan tískuiðnaðarins. „Hjá honum lærði ég hvernig iðnaðurinn virkar, hann kenndi mér allt um gæði, stíl og kjólahönnun. Hjá honum lærði ég einnig að vera sjálfstæður,“ segir Costa þegar hann var spurður um tímann hjá de la Renta. Í dag sendir Costa frá sér fjórar línur á ári hverju, en hver lína inniheldur allt að sjötíu alklæðnaði sem eru svo sýndir á tískuvikunum. Um er að ræða hinar hefðbundnu haust- og vorlínur auk millilína. „Við hönnum 600 stíla í hvert sinn. Við veljum síðan 300 bestu stílana og úr þeim eru um 50 til 70 alklæðnaðir sýndir á tískuvikunum, en um hundrað fara í verslanir,“ segir hann. Spurður út í vinnuálagið segist hann vinna sleitulaust alla daga ársins. „Þetta er stanslaus vinna, alla daga. Óslitin saga frá einni línu til annarrar og við hefjum vinnu við næstu línu á meðan verið er að sýna þá fyrri.“ Þegar Costa hóf fyrst störf hjá Calvin Klein réði hann til sín sölumann í verslun tískuhússins á Madison Avenue til að aðstoða sig við hönnun fyrstu línunnar. Þetta gerði hann til að kynnast viðskiptavinum tískuhússins og þörfum þeirra nánar og segir það hafa nýst sér vel. Þegar hann er að lokum spurður út í hönnunarferlið hjá Calvin Klein segir hann: „Maður þarf að vera opinn fyrir hugmyndum og forvitinn. Svo verður maður að vera óragur við að breyta og betrumbæta stanslaust.“
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira