Lífið

Takk Jón Gnarr

Jón Gnarr fær þakkir á samfélags- og samskiptamiðlinum vinsæla, Facebook
Jón Gnarr fær þakkir á samfélags- og samskiptamiðlinum vinsæla, Facebook Fréttablaðið/Vilhelm
Á samfélags- og samskiptamiðlinum vinsæla, Facebook, hefur verið stofnuð „like“-síða til heiðurs Jóni Gnarr borgarstjóra. Síðan hefur á örfáum dögum fengið rúmlega fimm þúsund „like“ sem telst ansi gott.

Jón tilkynnti í síðustu viku að hann hygðist ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum og kom sú ákvörðun mörgum á óvart, sökum góðs fylgis Besta flokksins í könnunum undanfarið.

Tilkynning Jóns fór fram í útvarpsþætti þar sem þeir Sigurjón Kjartansson rifjuðu upp gamla gríntakta Tvíhöfða.

Markmið síðunnar er að þakka fráfarandi borgarstjóra Reykjavíkur fyrir vel unnin störf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.