Lífið

Halda jólabasar á sunnudag

Marín Manda skrifar
Hrefna Rósa Sætra, Rakel Garðarsdóttir og Friðrika Hjördís Geirsdóttir leggja börnunum lið ásamt rúmlega 300 konum.
Hrefna Rósa Sætra, Rakel Garðarsdóttir og Friðrika Hjördís Geirsdóttir leggja börnunum lið ásamt rúmlega 300 konum.
Rakel Garðarsdóttir úr kvenfélaginu Hringurinn hvetur fólk til að kaupa handverk.

„Í boði eru ótrúlega flott handverk en það eru um 350 konur í hringnum sem að eru að búa til handverk í sjálfboðastarfi árið um kring fyrir svona uppákomur,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framkvæmdarstjóri Vesturports en hún meðlimur kvenfélagsins Hringurinn.

Á morgun fer fram Jólabasar á vegum Hringsins kl. 13 á Grand Hótel. Þar verður til sölu ýmiss varningur, jólakort félagsins, útsaumur, kökur, handverk og jólaskraut. Ágóði sölunnar rennur til styrktar börnum í landinu en Rakel segir allar konur félagsins leggja sitt að mörkum í sjálfboðastarfi.

Hringurinn var stofnaður árið 1904 og fagnar 110 ára afmæli á næsta ári. Markmið félagsins hefur verið að vinna að mannúðarmálum en uppbygging Barnaspítala Hringsins hefur verið aðalverkefni félagsins um áratugarskeið. „Það er alltaf þörf á nýjum tækjum eða aðstoð fyrir aðstandendur svo að við hvetjum alla til að koma á jólabasarinn, gera góð kaup og styrkja gott málefni í leiðinni því börnin í landinu þurfa á þessu að halda,“ segir Rakel að lokum.

Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Hrefna Rósa Sætran og Hrefna Björk Sverrisdóttir eru einnig Hringskonur sem að leggja sitt að mörkum í Kvenfélagi Hringsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.