Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:00 Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar