Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 07:00 Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og síðar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi 1975 um rétt allra kvenna sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar til bótagreiðslu í samtals 90 daga. Ragnhildur benti á að með þessu væri mismunur sá sem hefði viðgengist í atvinnulífinu gagnvart konum leiðréttur og var frumvarpið samþykkt. Seinna rifjaði Ragnhildur það upp að á löngum og farsælum stjórnmálaferli, væri þetta mál bæði stærst og minnistæðast. Árið 1986 skipaði Ragnhildur, þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nefnd til að skoða endurbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Í kjölfarið lagði hún fram frumvörp sem fólu í sér meginbreytingar á kerfinu. Með því voru lögfest ný heildarlög um fæðingarorlof þar sem orlofið var m.a. lengt úr þremur mánuðum í sex. Ríkisstjórnir sem leiddar voru af Sjálfstæðisflokknum á tíunda áratugnum gerðu mikilvægar breytingar á fæðingarorlofi. Á þeim árum voru réttindi foreldra (og barna) aukin mjög mikið, ekki síst feðra. Árið 2000 kom fram tímamótafrumvarp um fæðingarorlof. Frumvarpið hafði verið unnið í samstarfi félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, ekki síst að frumkvæði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Geirs H. Haarde. Markmiðið var að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Fæðingarorlofsréttur var þá m.a. lengdur úr sex mánuðum í níu. Með frumvarpinu lögfestu Íslendingar sömuleiðis lengsta sjálfstæða rétt feðra sem þá þekktist og urðu í forystu varðandi réttindi feðra. Eftir gildistöku laganna hækkaði hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof úr 30% í rúm 80% á örfáum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti, ásamt fleirum, frumkvæði að því að gera umhverfismál að viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Það var enda Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með sérstöku jafnréttisákvæði og innleiðingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu í stjórnskipun landsins. Sterkt fæðingarorlofskerfi sem virkar fellur því vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðeigandi að það hafi verið styrkt enn frekar í ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Jafnréttismál Fæðingarorlof Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn gátum glaðst yfir mörgu við þinglok. Eitt af því var hækkun á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi sem þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa stutt ötullega. Við þinglega meðferð gerði meirihluti velferðarnefndar mikilvægar breytingar á málinu á þann veg að hækkunin gildi fyrir alla þá sem eiga rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði. Gott fæðingarorlofskerfi er gríðarlega mikilvægt jafnréttismál sem Sjálfstæðisflokkurinn á stóran þátt í þróun og síðar umbótum á. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður og síðar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp á Alþingi 1975 um rétt allra kvenna sem forfölluðust frá vinnu vegna barnsburðar til bótagreiðslu í samtals 90 daga. Ragnhildur benti á að með þessu væri mismunur sá sem hefði viðgengist í atvinnulífinu gagnvart konum leiðréttur og var frumvarpið samþykkt. Seinna rifjaði Ragnhildur það upp að á löngum og farsælum stjórnmálaferli, væri þetta mál bæði stærst og minnistæðast. Árið 1986 skipaði Ragnhildur, þá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nefnd til að skoða endurbætur á fyrirkomulagi fæðingarorlofs. Í kjölfarið lagði hún fram frumvörp sem fólu í sér meginbreytingar á kerfinu. Með því voru lögfest ný heildarlög um fæðingarorlof þar sem orlofið var m.a. lengt úr þremur mánuðum í sex. Ríkisstjórnir sem leiddar voru af Sjálfstæðisflokknum á tíunda áratugnum gerðu mikilvægar breytingar á fæðingarorlofi. Á þeim árum voru réttindi foreldra (og barna) aukin mjög mikið, ekki síst feðra. Árið 2000 kom fram tímamótafrumvarp um fæðingarorlof. Frumvarpið hafði verið unnið í samstarfi félagsmálaráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra, ekki síst að frumkvæði fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins Geirs H. Haarde. Markmiðið var að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína og að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Fæðingarorlofsréttur var þá m.a. lengdur úr sex mánuðum í níu. Með frumvarpinu lögfestu Íslendingar sömuleiðis lengsta sjálfstæða rétt feðra sem þá þekktist og urðu í forystu varðandi réttindi feðra. Eftir gildistöku laganna hækkaði hlutfall feðra sem tóku fæðingarorlof úr 30% í rúm 80% á örfáum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft frumkvæði hvað réttindi kvenna og fleiri framfaramál varðar. Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins átti, ásamt fleirum, frumkvæði að því að gera umhverfismál að viðfangsefni íslenskra stjórnmála. Réttindi kvenna og önnur félagsleg verkefni urðu verkefni Sjálfstæðisflokksins (áður Íhaldsflokksins) löngu áður en aðrir stjórnmálaflokkar tóku slíka stefnu upp í verki. Sjálfstæðisflokkurinn státar enda af fyrstu kvenkyns þingmönnunum, borgarstjóranum og fyrstu kvenkyns ráðherrunum. Jafnrétti er einn af hornsteinum stefnum Sjálfstæðisflokksins, enda byggir það á frelsi einstaklingsins. Með því telja sjálfstæðismenn að grunnur sé lagður að góðum lífskjörum og velferð samfélagsins alls. Það var enda Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með sérstöku jafnréttisákvæði og innleiðingu ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu í stjórnskipun landsins. Sterkt fæðingarorlofskerfi sem virkar fellur því vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins og viðeigandi að það hafi verið styrkt enn frekar í ríkisstjórn undir forystu sjálfstæðismanna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun