Alvara leiksins Ólafur Björn Tómasson skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Frá blautu barnsbeini hefur fátt reynst mér jafn fjarstæðukennt og fótbolti. Óþrjótandi áhugi kynbræðra minna hefur ætíð verkað sem eilíft hringsól kringum þá grunnhugmynd að negla bolta í net. Það er þessi ofureinfaldleiki sem flækist fyrir mér og hefur það gerst oftar en einu sinni að ég hef hökt á spurningunni: „Hvaða liði heldurðu með í ensku?“ og þar með bind ég enda á mögulegan félagsskap við hvern sem spyr. Eftir á velti ég því fyrir mér hvort ég hafi tapað vin eða grætt tíma sem annars yrði varið í vangaveltur um hvernig Brasilíumanni muni ganga að sparka knetti í átt að fölum Hollendingi á laugardögum. Haffi í vinnunni vill meina að ef þú getur talað um fótbolta getir þú talað við hvern sem er, að sparkspjall sé hið raunverulega lingua franca vorra tíma. Það er alls ekki galin hugmynd heldur þegar maður sér tvo gjörsamlega ókunnuga menn ræða um „leikinn“ eins og þeir hafi fæðst hlið við hlið. Síðan er sú staðreynd að fótboltamállýsku er að finna í daglegu máli jafnt sem í málefnum líðandi stundar hjá fréttaveitum landsins. Boltinn er víst farinn að rúlla, það er allt að gerast í boltanum, hlutum er snúið úr vörn í sókn þar til allt heila klabbið er flautað af. En nú er ég farinn að missa marks og það ber að senda mig beint á bekkinn. Strax í fyrsta bekk grunnskóla voru áhrif fótbolta í daglegu lífi áberandi. Annaðhvort hélstu með Manchester eða Liverpool, svo einfalt var það. Fyrir strák sem fylgdist ekki með íþróttinni og meira að segja æfði samkvæmisdans varð hann að ansi auðveldu skotmarki í frímínútum. Heiðarleg tilraun var gerð til að halda með Manchester, síðan Liverpool, síðan Arsenal af því þeir voru með fallbyssu í merkinu sínu. Fátt annað gerðist en að ég kveikti á sjónvarpinu eftir hádegi nokkra laugardaga í röð, sá gæja í rauðum treyjum hlaupa grænt grasið niður og fannst það leiðinlegt. Eftir jólin sá ég „The Empire Strikes Back“ í fyrsta skipti og hætti frekari tilraunum til að berja áhugasvið mitt til hlýðni við óskir bekkjarbræðra minna. Hins vegar þar sem ég var Star Wars-njörður sem æfði samkvæmisdansa var ég frekar oft barinn af bekkjarbræðrum mínum. Fótbolti er mér ekki hitamál, hatursmál eða eitthvað sem vekur upp slæmar minningar um einelti af hálfu HK-inga (sem voru meira en hálfur bekkurinn). Það er algjört áhugaleysi sem vekur hjá mér forvitni um hvernig ég get ekki tekið heils hugar þátt í iðju svo rótgróinni í kringum mig. En að sjálfsögðu ver ég ekki of miklum tíma í slíkar vangaveltur. Þannig spila ég ekki leikinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá blautu barnsbeini hefur fátt reynst mér jafn fjarstæðukennt og fótbolti. Óþrjótandi áhugi kynbræðra minna hefur ætíð verkað sem eilíft hringsól kringum þá grunnhugmynd að negla bolta í net. Það er þessi ofureinfaldleiki sem flækist fyrir mér og hefur það gerst oftar en einu sinni að ég hef hökt á spurningunni: „Hvaða liði heldurðu með í ensku?“ og þar með bind ég enda á mögulegan félagsskap við hvern sem spyr. Eftir á velti ég því fyrir mér hvort ég hafi tapað vin eða grætt tíma sem annars yrði varið í vangaveltur um hvernig Brasilíumanni muni ganga að sparka knetti í átt að fölum Hollendingi á laugardögum. Haffi í vinnunni vill meina að ef þú getur talað um fótbolta getir þú talað við hvern sem er, að sparkspjall sé hið raunverulega lingua franca vorra tíma. Það er alls ekki galin hugmynd heldur þegar maður sér tvo gjörsamlega ókunnuga menn ræða um „leikinn“ eins og þeir hafi fæðst hlið við hlið. Síðan er sú staðreynd að fótboltamállýsku er að finna í daglegu máli jafnt sem í málefnum líðandi stundar hjá fréttaveitum landsins. Boltinn er víst farinn að rúlla, það er allt að gerast í boltanum, hlutum er snúið úr vörn í sókn þar til allt heila klabbið er flautað af. En nú er ég farinn að missa marks og það ber að senda mig beint á bekkinn. Strax í fyrsta bekk grunnskóla voru áhrif fótbolta í daglegu lífi áberandi. Annaðhvort hélstu með Manchester eða Liverpool, svo einfalt var það. Fyrir strák sem fylgdist ekki með íþróttinni og meira að segja æfði samkvæmisdans varð hann að ansi auðveldu skotmarki í frímínútum. Heiðarleg tilraun var gerð til að halda með Manchester, síðan Liverpool, síðan Arsenal af því þeir voru með fallbyssu í merkinu sínu. Fátt annað gerðist en að ég kveikti á sjónvarpinu eftir hádegi nokkra laugardaga í röð, sá gæja í rauðum treyjum hlaupa grænt grasið niður og fannst það leiðinlegt. Eftir jólin sá ég „The Empire Strikes Back“ í fyrsta skipti og hætti frekari tilraunum til að berja áhugasvið mitt til hlýðni við óskir bekkjarbræðra minna. Hins vegar þar sem ég var Star Wars-njörður sem æfði samkvæmisdansa var ég frekar oft barinn af bekkjarbræðrum mínum. Fótbolti er mér ekki hitamál, hatursmál eða eitthvað sem vekur upp slæmar minningar um einelti af hálfu HK-inga (sem voru meira en hálfur bekkurinn). Það er algjört áhugaleysi sem vekur hjá mér forvitni um hvernig ég get ekki tekið heils hugar þátt í iðju svo rótgróinni í kringum mig. En að sjálfsögðu ver ég ekki of miklum tíma í slíkar vangaveltur. Þannig spila ég ekki leikinn.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun