Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 10:01 Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netverslun með áfengi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að lesa hjartnæmar þakkir Sivjar Friðleifsdóttur á Vísi þar sem hún þakkar stofnunni fyrir að 90% skilríkjaeftirliti samkvæmt markmiðum stofnunarinnar. Það er auðvitað gott að þakka fyrir gott starf - rétt eins og við þökkum flugfélagi fyrir að lenda flugvélinni í níu af hverjum tíu lendingum og ljósmóðurinni sem missir einungis 10 börn í gólfið af hverjum 100 sem fæðast. Tækninýjung: Að treysta á stopult minni Það er merkilegt að lesa lof á fyrirkomulag þar sem verndun ungmenna byggist á því að starfsfólk áfengisverslana muni eftir að spyrja um skilríki. Til samanburðar nota allar netverslanir á Íslandi rafræn skilríki sem útiloka algerlega sölu til unglinga. En hvers vegna treysta á örugga tækni þegar maður getur treyst á göfug markmið? Milljarðaógn Siv varar við milljarða kostnaðarauka ef ÁTVR yrði lagt niður og engin ungmenni fengju lengur að kaupa vín eins og verið hefur enda muni áfengisneysla þjóðarinnar aukast verulega eins og allir vísindamenn eru sammála um, nánar tiltekið lýðheilsufræðingar sem hafa viðurværi af því að skrifa um eigið mikilvægi í bland við heimsendaspár enda veit sú stétt manna að þú lesandi góður ert algerlega ófær um að sjá fótum þínum forráð í daglegu líf. Enn hefur engum tekist að draga fram svar frá Siv og hennar líkum um af hverju áfengisneysla hefur dregist saman samfara stórauknu aðgengi undanfarin ár sem Siv hefur lýst sem lýðheilsuslysi. Siv og félagar láta hinsvegar staðreyndir ekki trufla góðan hræðsluáróður. Það virðist sem enginn hafi farið fram á það við lýðheilsufræðinginn Siv að sýna fram á orsakasamhengi á milli aukins aðgengis og aukinnar neyslu, t.d. með tilvísun í að matvælaneysla aukist ef matvörubúðum fjölgar eða að lyfjaneysla hafi aukist af því að apótek eru einkarekin. Slík smáatriði eru auðvitað óþörf þegar maður hefur ákveðið niðurstöðuna fyrirfram. Verndun sem virkar... stundum Það er vissulega gott að vita að núverandi kerfi verndar ungmenni í allt að 90% tilfella. Þetta minnir mann á aðrar vel virkar verndarráðstafanir í samfélaginu, eins og að láta slysavarnir bíla virka í 90% árekstra eða að byggingaeftirlitsmenn séu vakandi fyrir bygginganefndarteikningum eftir minni. Hraði snigils Greinarhöfundur gagnrýnir lögreglu fyrir að vera að rannsaka mál enda skilur Siv ekki að lögregla rannsaki jafnt til sýknu og sektar og að ákærur eru ekki gefnar út ef t.d lögsögu skortir auk þess sem ákærusviði lögreglu ætti að vera fullkunnugt um atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og EES samninginn sem Ísland er bundið af. Niðurstaða Það er verðugt að þakka fyrir gott starf, en kannski ættum við að íhuga hvort 90% árangur í verndun ungmenna sé raunverulega þess virð aði íslenskt samfélag greiði 5,5 milljarða fyrir rekstur á þéttasta neti áfengisverslana í heimi miðað við höfðatölu? Í öðrum geirum samfélagsins væri slíkur árangur álitinn óásættanlegur, en þegar kemur að áfengissölu framsóknarmanna virðist tölfræðin snúast á hvolf. Það er væntanlega tími til að löggjafinn taki heilsteypta ákvörðun um hvort við viljum treysta á tækni sem virkar í 100% tilfella eða halda áfram að treysta á mannlegt minni sem virkar stopult. Höfundur er eigandi Sante.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar