Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:00 Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum lengi lagt mikla áherslu á að horfst verði í augu við þau áhrif sem mikil fjölgun krabbameinstilvika hefur á heilbrigðisþjónustuna, sem á mörgum sviðum er komin að þolmörkum. Með öldrun þjóðarinnar fjölgar krabbameinstilvikum en sama gera framfarir í vísindum sem bæta greiningaraðferðir en auka batahorfur sömuleiðis. Út frá fjölgun þjóðarinnar, aldurssamsetningu og fleiri þáttum getum við spáð með áreiðanlegum hætti fyrir um fjölda krabbameinstilvika fram í tímann. Fjölgun tilvika hefur verið langt umfram fólksfjölgun á síðustu áratugum. Um 1980 voru krabbameinstilvik 717 að meðaltali á ári en eru nú um 2.000 að meðaltali á ári. Árið 2040 gerum við ráð fyrir 2.900 tilvikum. Um leið og við hjá Krabbameinsfélaginu vinnum að því að fækka í hópi þeirra sem fá krabbamein beitum við okkur fyrir því að öllum þeim sem veikjast bjóðist besta meðferð sem tryggir bestar batahorfur og lífsgæði, með og eftir krabbamein. Sú staða sem upp er komin varðandi geislameðferð hér á landi sýnir svo ekki verður um villst að grunnstoðum; sérhæfðum mannafla, húsnæði og tækjakosti hefur ekki verið viðhaldið þannig að krabbameinsþjónustan ráði að fullu við verkefni sín. Það veldur óþarfa töfum, áhyggjum og álagi á það fólk sem þarf á meðferðinni að halda og fjölskyldur þess og getur haft áhrif á batahorfur. Að auki er staðan líka erfið fyrir það starfsfólk sem getur ekki veitt bestu þjónustu. Við hjá Krabbameinsfélaginu treystum því að spretthópur heilbrigðisráðherra finni árangursríkar lausnir bæði til skamms og langs tíma. Þrátt fyrir mjög erfiða og viðkvæma stöðu í dag er rík ástæða til að fagna því að þingmenn, þvert á flokka, samþykktu samhljóða aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum til ársins 2030 á vorþinginu. Í aðgerðaáætluninni er fjöldi atriða sem Krabbameinsfélagið hefur lengi talað fyrir og við vitum að framkvæmd áætlunarinnar mun skipta sköpum varðandi þjónustuna fram á veginn. Mörg atriðanna eru forsenda þess að á Landspítala verði alþjóðlega vottuð krabbameinsmiðstöð sem er markmið metnaðarfulls starfsfólks spítalans. Við trúum því að með samþykkt aðgerðaáætlunarinnar hafi þingmenn sýnt í verki að þeir vilji að þjónusta við fólk með krabbamein hér á landi sé eins góð og mögulegt er og séu tilbúnir að leggjast á árarnar til að svo verði. Augljóst er að aðgerðaáætlunin hefur aldrei verið eins nauðsynleg og nú. Hún er hins vegar takmörkuð og tekur til dæmis hvorki á húsnæðis- né tækjamálum og er ekki full fjármögnuð. Forsvarsfólk krabbameinsþjónustu á Landspítala hefur í samtölum við okkur hjá Krabbameinsfélaginu allt frá árinu 2018 lýst því hve nauðsynlegt sé að bæta úr húsnæðismálum án þess að við hafi verið brugðist með viðunandi hætti. Í nýbyggingu Landspítala er ekki gert ráð fyrir geislameðferð við krabbameinum eða dag- og göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir. Málið þolir enga bið, það verður að bregðast við. Við treystum á að staðan sem nú er uppi varðandi geislameðferð verði víti til varnaðar og stjórnvöld stígi þau skref sem til þarf svo tryggja megi nauðsynlegan tækjakost, aðstöðu og sérhæft starfsfólk til framtíðar. Fólk sem tekst á við ein erfiðustu verkefni lífs síns verður að geta treyst á að fá bestu þjónustu sem völ er á. Við hjá Krabbameinsfélaginu skorum á stjórnvöld að láta verkin tala. Við þurfum sterka forystu með skýra og metnaðarfulla sýn á krabbameinsþjónustu til framtíðar. Við treystum því að það muni endurspeglast í aðgerðum stjórnvalda og fjárlögum næsta árs og hlökkum til frekara samstarfs því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun