Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2025 11:02 Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Nikótínpúðar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur sú hugmynd skotið upp í kollinum að ríkisstjórnin vilji tryggja einokun sína á tóbaki í sessi og gera tóbak að fýsilegri kosti en miklu skaðminni níkótínvörur. Ríkisstjórnin reynir nú að ýta undir samkeppnishæfni tóbaks með lagabreytingu. Það er að minnsta kosti erfitt að skilja nýtt frumvarp öðruvísi. Mögulega er það ekki ætlunin en verður mjög líklega niðurstaðan. Ríkið sem birgi og löggjafi Íslenska ríkið er með einkarétt á innflutningi og heildsölu tóbaks og rekur jafnframt eigin vöru, Neftóbak. Slíkur hagsmunaárekstur, þar sem ríkið gegnir bæði hlutverki birgis og löggjafa, kallar á aukna aðgæslu og gagnsæi. Með lagasetningu á síðustu öld var samkeppni við Neftóbak útilokuð með banni við sölu annarra nef- og munntóbaksvara. Þetta fyrirkomulag hefur haldist óbreytt þrátt fyrir miklar breytingar á hegðun og vali neytenda síðustu ár. Frá því nikótínpúðar komu fyrst á markað hérlendis fyrir rúmum áratug hafa rúmlega 30.000 Íslendingar hætt daglegri tóbaksneyslu. Sala á sígarettum hefur dregist saman um 45% og sala á neftóbaki um 80%. Slík þróun er jákvæð út frá lýðheilsusjónarmiðum og staðfestir vilja fólks til að velja skaðminni valkosti. Löggjöf sem gengur þvert á jákvæða þróun Þrátt fyrir þennan ávinning í baráttunni við tóbakið virðist nýboðuð löggjöf ganga þvert á þessa jákvæðu þróun. Um síðustu áramót var lagður á sérstakur skattur á nikótínpúða sem dró úr verðmun milli tóbaks og skaðminni tóbakslausra nikótínvara. Í kjölfarið varð lítið sem ekkert fjárhagslegt aðhald fyrir neytendur til að velja heilsusamlegri valkost. Skattheimtan jók þannig samkeppnishæfni tóbaks. Að auki hefur ríkisvaldið takmarkað leyfilegan styrk nikótínpúða, sem hljómar skynsamlega, en er sjálft um leið með einkaleyfi hér á landi fyrir vörumerkinu Neftóbak, sem er með 40% meira nikótínmagn en leyfilegt er í öðrum nikótínvörum. Þetta veitir vörum ríkisins augljóst markaðsforskot og samræmist illa hlutleysi í lagasetningu. Tengingunni við tóbak viðhaldið Áform eru uppi um að banna flest bragðefni í nikótínvörum, fyrir utan mintu- og tóbaksbragð. Það vekur spurningar um hvort ætlunin sé ómeðvitað að viðhalda eða styrkja tilfinningalega tengingu við tóbak. Fjöldi fyrrverandi reykingamanna sem notað hafa rafrettur til að hætta neyslu hafa lýst því hversu mikilvægt er að ná að losa sig við tóbaksbragð. Með því að þrengja bragðvalið getur lagasetningin þannig ýtt undir að fólk leiti aftur í tóbakið. Niðurstaða: Gáleysi eða stefnumarkandi afturför? Þó svo að yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar sé að draga úr notkun á tóbaki og nikótíni, má með sanni segja að fyrirhuguð lagabreyting veiki stöðu þeirra vara sem þegar hafa sannað gildi sitt við að draga úr tóbaksneyslu. Lagabreytingin skerðir jafnframt frelsi einstaklinga til að velja sér skaðminni valkosti og viðhalda lífsstíl án tóbaks. Löggjafarvaldið ber ríka ábyrgð á að forgangsraða lýðheilsusjónarmiðum. Á Íslandi er umhverfi þar sem hagsmunir ríkis, sem birgis, og hagsmunir almennings sem neytenda fara ekki alltaf saman. Það er tímabært að endurmeta hvers konar hlutverki íslenska ríkið á að gegna í sölu á skaðlegum vörum og hvort hlutleysi og heilbrigðismarkmið eigi jafnvel undir högg að sækja. Höfundur er framkvæmdastjóri Duflands.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun